Arnarlax með þriðju eldisstöðina í Ölfusi
Arnarlax festi á dögunum kaup á seiðaframleiðslu Fjallalax á Hallkelshólum í Grímsnesi og hefur þar með hafið rekstur í þriðju eldisstöðinni í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Í síðustu viku veitti Matvælastofnun svo fiskeldisstöðinni 100 tonna rekstrarleyfi fyrir seiða- og mateldi á lax og bleikju. Framleiðslan í stöðinni er þegar hafin og hafa um 500 þúsund hrogn verið tekin í hús.
Stöðvarstjóri Fjallalax að Hallkelshólum er Matthew Chernin frá Kaliforníu í Bandaríkjunum en hann hefur staðið í ströngu við undirbúning á aukningu framleiðslunnar síðustu misseri.
Stöðin á Hallkelshólum var byggð á sínum tíma af heimafólkinu, Gísla Hendrikssyni og Rannveigu Björgu Albertsdóttur. Starfsemi Arnarlax í Ölfusi fer ört vaxandi og starfa nú 15 manns hjá fyrirtækinu þar.