Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fiskeldisstöðin sem Arnarlax rekur nú á Hallkelshólum.
Fiskeldisstöðin sem Arnarlax rekur nú á Hallkelshólum.
Mynd / HKr
Fréttir 17. febrúar 2022

Arnarlax með þriðju eldisstöðina í Ölfusi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Arnarlax festi á dögunum kaup á seiðaframleiðslu Fjallalax á Hallkelshólum í Grímsnesi og hefur þar með hafið rekstur í þriðju eldisstöðinni í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Í síðustu viku veitti Matvæla­stofnun svo fiskeldis­stöð­inni 100 tonna rekstrarleyfi fyrir seiða- og mateldi á lax og bleikju. Framleiðslan í stöðinni er þegar hafin og hafa um 500 þúsund hrogn verið tekin í hús.

Stöðvarstjóri Fjallalax að Hall­kels­hólum er Matthew Chernin frá Kali­forníu í Bandaríkjunum en hann  hefur staðið í ströngu við undir­búning á aukningu framleiðsl­unnar síðustu misseri. 

Stöðin á Hallkels­hólum var byggð á sínum tíma af heimafólkinu, Gísla Hendrikssyni og Rannveigu Björgu Albertsdóttur. Starfsemi Arnarlax í Ölfusi fer ört vaxandi og starfa nú 15 manns hjá fyrirtækinu þar.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...