Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Áskorun til Matvælastofnunar vegna varnagirðingar frá Hvalfjarðarbotni að Þórsjökli
Fréttir 26. júní 2015

Áskorun til Matvælastofnunar vegna varnagirðingar frá Hvalfjarðarbotni að Þórsjökli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á  fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var  23. júní 2015 var tekið fyrir mál, Áskorun til Matvælastofnunar vegna varnagirðingar frá Hvalfjarðarbotni að Þórsjökli.  

Eftirfarandi bókun var gerð:

Erindi frá oddvita.

Oddviti lagði til að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi bókun og sendi til MAST með afriti á ráðherra og sveitarfélög sem málið varðar.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir áhyggjum sínum á ástandi varnargirðinga milli Vesturlandshólfs, Landnámshólfs og Grímsnes og Laugardalshólfs. Þess ber að geta að Landnámshólfið er skilgreint sýkt svæði að hluta. Girðingin sem um ræðir liggur frá Hvalfjarðarbotni við Múlafjall um Hvalvatn að Kvígindisfelli að Brunnum við Uxarhryggi í Hrúðurkarla við Þórisjökul. Ástand girðingarinnar er með öllu óviðunandi, sökum langvarandi skorts á viðhaldi. Girðingar sem er illa haldið við skapa mikla hættu fyrir og dýr og því óforsvaranlegt að þessir hlutir séu í ólagi árum saman.


Óskar sveitarstjórn skýrra svara hvernig Matvælastofnun hyggst sinna sínu lögbundna hlutverki á viðhaldi áður nefndrar girðingar. Jafnframt hvort fram hafi farið mat á viðhaldsþörf áður nefndrar girðingar innan Mast.

Bókun samþykkt samhljóða 7-0 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...