Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Áskorun til Matvælastofnunar vegna varnagirðingar frá Hvalfjarðarbotni að Þórsjökli
Fréttir 26. júní 2015

Áskorun til Matvælastofnunar vegna varnagirðingar frá Hvalfjarðarbotni að Þórsjökli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á  fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var  23. júní 2015 var tekið fyrir mál, Áskorun til Matvælastofnunar vegna varnagirðingar frá Hvalfjarðarbotni að Þórsjökli.  

Eftirfarandi bókun var gerð:

Erindi frá oddvita.

Oddviti lagði til að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi bókun og sendi til MAST með afriti á ráðherra og sveitarfélög sem málið varðar.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir áhyggjum sínum á ástandi varnargirðinga milli Vesturlandshólfs, Landnámshólfs og Grímsnes og Laugardalshólfs. Þess ber að geta að Landnámshólfið er skilgreint sýkt svæði að hluta. Girðingin sem um ræðir liggur frá Hvalfjarðarbotni við Múlafjall um Hvalvatn að Kvígindisfelli að Brunnum við Uxarhryggi í Hrúðurkarla við Þórisjökul. Ástand girðingarinnar er með öllu óviðunandi, sökum langvarandi skorts á viðhaldi. Girðingar sem er illa haldið við skapa mikla hættu fyrir og dýr og því óforsvaranlegt að þessir hlutir séu í ólagi árum saman.


Óskar sveitarstjórn skýrra svara hvernig Matvælastofnun hyggst sinna sínu lögbundna hlutverki á viðhaldi áður nefndrar girðingar. Jafnframt hvort fram hafi farið mat á viðhaldsþörf áður nefndrar girðingar innan Mast.

Bókun samþykkt samhljóða 7-0 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...