Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samkvæmt nýrri skýrslu þarf að vernda vistkerfi á hálendi og annesjum
Íslands fyrir landnýtingu.
Samkvæmt nýrri skýrslu þarf að vernda vistkerfi á hálendi og annesjum Íslands fyrir landnýtingu.
Mynd / Steinunn Ásmundsdóttir
Fréttir 31. ágúst 2023

Ástand lands slæmt ofan 180 metra hæðar á annesjum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Leggja ber meiri áherslu á að vernda vistkerfi á hálendi og annesjum fyrir landnýtingu.

Nýverið birtist íslensk vísinda- grein sem setur fram líkan til að skýra hvaða þættir varpa best ljósi á núverandi ástand íslenskra vistkerfa og sem endurspeglar þanþol kerfanna gagnvart nýtingu og náttúrulegum áföllum í gegnum aldirnar.

Niðurstöður hennar benda til að leggja beri meiri áherslu á að vernda vistkerfi á hálendi og annesjum fyrir landnýtingu. Votlendisvistkerfin hafa almennt meira þanþol gagnvart nýtingu og áföllum og því eru votlend landsvæði almennt í betra ástandi.

Mismikið þanþol

Í umfjöllun um greinina á vef Landgræðslunnar segir að vistkerfi á landi hafi haft mismunandi mikið þanþol gagnvart land- nýtingu, áföllum vegna eldgosa og kuldatímabili, sem leiði til mismunandi ástands þess í dag. Í greininni hafi verið notuð nýstárleg aðferð sem byggist á að í slembiúrtaki hafi 500 reitir verið lagðir út í landfræðilegum gagnagrunni, hver 250 ha að stærð.

Vistfræðilegt ástand hvers reits var metið út frá stöðumati GróLindar og kannað hvort samband væri milli ástandsins og útbreiðslu votlendis, hæðar yfir sjávarmáli, halla, tilvistar urðarskriða, nánd við eldvirk svæði og landfræðilega legu (þ.e. hvort reiturinn væri á Suður- og Vesturlandi, Norðurlandi, Austurlandi, Vestfjörðum eða annesjum norðanlands).

Almennt slæmt ástand ofan 180 m hæðar annesja

Breyturnar reyndust allar hafa marktæk áhrif á núverandi ástand landsins en áhrifin eru mismikil og breytileg eftir landsvæðum. Í ljós kom að hæð yfir sjávarmáli og útbreiðsla votlendis eru mikilvægustu breyturnar.

Niðurstöðurnar sýna að ástand lands er almennt slæmt (GróLind, einkunn 3 eða lægri) ofan 180 m hæðar á annesjum en samsvarandi hæð er nokkru ofar inn til landsins á öðrum svæðum.

Greinin birtist í vísindatímaritinu PLOS ONE og nefnist „A framework model for current land condition in Iceland“ og eru höfundar hennar Ólafur Arnalds, Bryndís Marteinsdóttir, Jóhann Þórsson og Sigmundur Helgi Brink.

Skylt efni: vistkerfi

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...