Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nautakjötsútflutningur frá Ástralíu dóst saman um 2% í apríl miðað við mars og endaði í 92.500 tonnum. Kindakjötsútflutningur dróst hins vegar saman um 15% á milli mánaða og endaði í 32.718 tonnum. Útflutningur á nautakjöti frá Ástralíu ti Kína jókst samt
Nautakjötsútflutningur frá Ástralíu dóst saman um 2% í apríl miðað við mars og endaði í 92.500 tonnum. Kindakjötsútflutningur dróst hins vegar saman um 15% á milli mánaða og endaði í 32.718 tonnum. Útflutningur á nautakjöti frá Ástralíu ti Kína jókst samt
Fréttir 29. maí 2020

Ástralskir kjötframleiðendur búa sig undir langvarandi neikvæð áhrif

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kjöt- og búfjársamtök Ástralíu [Meat & Livestock Australia – MLA] hafa gert úttekt á áhrifum COVID-19 á söluhorfur á kjötmarkaði. Flestar vísbendingar eru þar frekar neikvæðar.
 
Nautakjötsútflutningur frá Ástralíu dróst saman um 2% í apríl miðað við mars og endaði í 92.500 tonnum. Kindakjötsútflutningur dróst hins vegar saman um 15% á milli mánaða og endaði í 32.718 tonnum, sem að hluta skýrist af ramadan-hátíð múslíma. Samdráttur í útflutningi til einstakra landa var í sumum tilfellum gríðarlegur. Þannig var 39% samdráttur í sölu lambakjöts til Malasíu og 50% samdráttur í kjöti af fullorðnu sauðfé. 
 
Kjötframleiðendur hafa dregið mjög saman seglin til að mæta minnkaðri eftirspurn. Sem dæmi var 19% samdráttur í sölu nautakjöts til Bandaríkjanna á milli ára frá apríl 2019 til apríl 2020. Samt er aukning í sumum ódýrari skrokkbitum á meðan samdrátturinn hefur orðið allt að 25% í útflutningi á nautalundum.  
 
Ljósi punkturinn er Kína
 
Fyrir ástralska kjötframleiðendur eru einna helst bundnar vonir við vaxandi áhuga kínverskra neytenda. Snöggur vöxtur varð á útflutningi á rauðu kjöti til Kína frá Ástralíu í apríl. Þannig jókst útflutningur á nautakjöti um 30% og fór í 24.000 tonn sem sló metið sem sett var í desember 2019. Þá hefur verið nokkuð stöðugur útflutningur á lambakjöti til Kína, en hann nam 7.000 tonnum í apríl, sem er um 2% aukning. Þá var líka sjáanleg aukning í sölu á kjöti af fullorðnu fé (ærkjöti) sem fór úr 3.300 tonnum í mars í 4.600 tonn í apríl. Þess má geta að Ástralir hafa líka flutt umtalsvert af lifandi nautgripum til sláturhúsa í Kína. 
 
Spáð 3% samdrætti  í hagkerfum heimsins
 
Horfur í efnahagsmálum heimsins hafa haldið áfram að vera undir fyrri spám á undanförnum mánuðum vegna COVID-19. Í apríl spáði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) um 3,3% hagvexti í heiminum árið 2020. Eftir endurskoðun í apríl var sú spá orðin þveröfug og sýndi 3,0% samdrátt. Aðrir eru enn svartsýnni á horfur um hagvöxt árið 2020.
 
Ástralir hafa líka flutt umtalsvert af lifandi nautgripum til sláturhúsa í Kína. Hér er verið að lesta skip af lifandi nautgripum í Ástralíu. 
 
 
Búist við samdrætti á 11 af 15 helstu kjötmörkuðum Ástrala
 
Nú er búist við samdrætti á 11 af 15 verðmætustu útflutningsmörkuðum á rauðu kjöti fyrir ástralskar afurðir á árinu 2020. Innlendi markaðurinn fyrir kjötvörur er enn mikilvægastur, en þar er einnig búist við samdrætti eftir þriggja áratuga samfelldan vöxt.
 
Landsframleiðsla í hinum ýmsu löndum segir ekki ein og sér til um eftirspurn eftir áströlsku rauðu kjöti. Hún endurspeglar hins vegar heilbrigði hagkerfa um allan heim og tekur mið af atvinnuleysi, trausti neytenda og tekna. Allt eru það þættir sem hafa bein áhrif á sölu á rauðu kjöti.
 
Talsmenn LMA reyna að meta hvaða ályktun megi draga af mögulegum 3% samdrætti í stöðu sem á sér engin fordæmi í sögunni. Alþjóðlega fjármálakreppan 2008 var að mestu leyti takmörkuð við þróuð hagkerfi – einkum Bandaríkin, ESB og Japan. Meðan á þeirri kreppu stóð hélt efnahagskerfið áfram að stækka mikið í Asíu, í skjóli mikils hagvaxtar í Kína. Staðan nú er þannig að samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) er gert ráð fyrir að hagkerfi Kína muni vaxa aðeins um 1,2% árið 2020, samanborið við 9,4% árið 2009. Að auki hefur COVID-19 samtímis áhrif á hagkerfið og breytt því hvernig fólk kaupir og neytir vöru. Bæði kaupmáttur neytenda og hegðun mun breytast með þeim hætti sem ekki hefur sést í fyrri efnahagsáföllum.
 
Spáð breyttri hegðun neytenda 
 
Reynslan sýnir að heilbrigði hagkerfa heimsins gefa vísbendingar um kaupmátt og kauphegðun íbúa hinna ýmsu þjóða þó það sé ekki eini áhrifavaldurinn. Samkvæmt mati LMA mun niðursveiflan vegna COVID-19 verða dýpri og vara lengur en áhrifin af efnahagshruninu 2008. Þá er líka talið líklegt að þessi heimsfaraldur muni hafa margvísleg áhrif á hegðun neytenda til lengri tíma.  
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...