COVID-19 og matvælaframleiðsla
Lokað hjá Danish Crown í Skærbæk vegna smits í Þýskalandi
Svínasláturhúsi Danish Crown í Skærbæk á Suður-Jótlandi var lokað tímabundið um miðjan maí vegna kórónaveirusmits sem komið hafði upp hjá Westcrown, sem jafnframt er helsti viðskiptavinur kjötvinnslunnar.
Stjórn Matvælasjóðs skipuð
Eitt af úrræðum stjórnvalda til að skapa efnahagslega viðspyrnu eftir COVID-19 faraldurinn var að flýta vinnu við að stofnsetja Matvælasjóð. Nú hefur stjórn sjóðsins verið skipuð, en stofnun sjóðsins verður með 500 milljón króna stofnframlagi stjórnvalda.
Ástralskir kjötframleiðendur búa sig undir langvarandi neikvæð áhrif
Kjöt- og búfjársamtök Ástralíu [Meat & Livestock Australia – MLA] hafa gert úttekt á áhrifum COVID-19 á söluhorfur á kjötmarkaði. Flestar vísbendingar eru þar frekar neikvæðar.
Ekki hægt að falla frá úthlutun tollkvótanna
Bændasamtökum Íslands (BÍ) hefur borist neikvætt svar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna erindis þar sem farið er fram á tímabundið frávik frá úthlutun tollkvóta sem kveðið er á í samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarafurðir.
Hvort er auðveldara að banna veirur eða skipta um skoðun?
Ég held að við séum öll sammála um að hægt er að skipta um skoðun. Og ef reynslan kennir að það gæti verið skynsamlegt þá er einboðið að gera það. En er hægt að banna veirur?
Kórónasmit frá farandverkafólki í þýskum sláturhúsum
Þýski sláturhúsageirinn er nú kominn í kastljós fjölmiðla eftir að um fjórðungur starfsmanna hjá Müller Fleisch´s sláturhúsinu í Baden-Würtenber greindust smitaðir af kórónavírus.
Græn endurreisn
Eins og við höfum rækilega verið minnt á þá eru stjórnvöld víðast hvar í heiminum fljót að skella í lás þegar áföll ganga yfir og sum hver banna nú m.a. útflutning á heilbrigðisbúnaði til þess að tryggja sig fyrst.
Jafnvel svartsýnustu spár WTO gætu reynst full bjartsýnar þegar upp verður staðið
Alþjóðaviðskiptastofnunin [World Trade Organization – WTO] spáði þann 8. apríl allt að 32% samdrætti í heimsviðskiptum vegna COVID-19 faraldursins. Samt er þar trúlega um mjög varfærna spá að ræða af hálfu hagfræðinga WTO.
Þúsundir tonna af frönskum ostum eyðileggjast vegna COVID-19
Vegna COVID-19 faraldursins og lokunar veitingastaða í Frakklandi sitja franskir bændur nú uppi með 5.000 tonn af ostum sem bíða þess eins að rotna og eyðileggjast. Hafa franskir bændur þegar tapað 157 milljónum evra frá því sjúkdómsfaraldurinn hófst.