Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ekki hægt að falla frá úthlutun tollkvótanna
Mynd / smh
Fréttir 22. maí 2020

Ekki hægt að falla frá úthlutun tollkvótanna

Höfundur: Ritstjórn

Bændasamtökum Íslands (BÍ) hefur borist neikvætt svar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna erindis þar sem farið er fram á tímabundið frávik frá úthlutun tollkvóta sem kveðið er á í samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarafurðir.

Samtökin fóru fram á að fallið yrði frá útboði á tollkvótum i maí fyrir tímabilið júlí til desember 2020 á þeim forsendum að gjörbreytt staða væri uppi á Íslandi vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum. Mikil fækkun ferðamanna hefði áhrif á neyslu matvæla hér á landi en stækkun tollkvótanna með samningi árið 2015 hefði ekki síst verið réttlætt með vaxandi fjölda ferðamanna sem innlend framleiðsla gæti ekki annað. Kvótarnir sem um ræðir og verða boðnir út eru 1426 tonn af kjöti og 245 tonn af osti. Þeir gilda fyrir seinni hluta ársins 2020.

Í svari ráðherra kemur fram að ekki sé heimilt að falla frá úthlutun á tollkvótum í maí fyrir tímabili júlí til desember 2020. Ríkisstjórnin hafi hins vegar ákveðið að ráðast í úttekt á samningnum og í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir viðræðum við ESB um endurskoðun tollasamningsins.

BÍ telja að forsendurnar séu að engu orðnar núna fyrir úthlutuninni: „BÍ bentu ráðherra á að úthlutun tollkvóta með óbreyttum hætti, þegar eftirspurn er verulega minni en áður, myndi grafa undan innlendri framleiðslu og mögulega veikja stoðir hennar verulega. Íslenskt atvinnulíf þyrfti ekki á því að halda í þeirri djúpu efnahagslægð sem landið er nú í,“ segir í tilkynningu á vef samtakanna.

Óþarfi að flytja inn erlendar búvörur

Haft er eftir Gunnari Þorgeirssyni, formanni BÍ að forsendur fyrir tollasamningnum séu brostnar og þess vegna hafi samtökin farið fram á aðgerðir ríkisvaldsins.

„Að okkar mati er landslagið gjörbreytt eftir að kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Ferðamenn munu ekki halda uppi aukinni neyslu á landbúnaðarvörum og nú er mikilvægt að styðja innlenda matvælaframleiðslu. Það er einfaldlega óþarfi að flytja inn erlendar búvörur við þessar aðstæður þegar innlendir framleiðendur geta annað markaðnum. Við höfum líka bent á að verð á aðföngum hefur hækkað umtalsvert, m.a. vegna gengisbreytinga. Það þarf á tímum sem þessum að standa vörð um íslenska framleiðslu og því telja Bændasamtökin óhjákvæmilegt að bregðast skjótt við. Við erum óánægð með að ríkisvaldið leggi ekki í þá vegferð að hætta við tollaútboð en fögnum þeirri viðleitni sem kemur fram í svarbréfi ráðherra að gera eigi úttekt á þeim hagsmunum sem felast í tollasamningnum. Í okkar huga er hann innlendri framleiðslu í óhag,“ er haft eftir Gunnari. Hann bætir við að hann vonist til að samningurinn um viðskipti með landbúnaðarvörur tekinn til endurskoðunar sem allra fyrst. 

Bréf BÍ til sjávarúvegs- og landbúnaðarráðherra - 30. apríl

Svarbréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - 19. maí

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...