Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kórónasmit frá farandverkafólki í þýskum sláturhúsum
Fréttir 14. maí 2020

Kórónasmit frá farandverkafólki í þýskum sláturhúsum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þýski sláturhúsageirinn er nú kominn í kastljós fjölmiðla eftir að um fjórðungur starfsmanna hjá Müller Fleisch´s sláturhúsinu í Baden-Würtenber greindust smitaðir af kórónavírus. 

Greint var frá þessu á vefsíðu Global Meat í morgun, en þar kemur fram að svæðisstjórn í Enzkreis hafi upplýst að 400 af 1.100 starfsmönnum sláturhússins hafi greinst jákvæðir af COVID-19 eftir sýnatöku. Um 150 hafa náð sér að fullu og eru mættir aftur til starfa, en þurfa samt enn að lúta takmörkunum samkvæmt einangrun. Er þeim einungis heimilt að ferðast á milli heimilis og vinnustaðar. Forsvarsmenn sláturhússins hafa samþykkt að taka upp skipulag samkvæmt faraldursviðbrögðum 2 nú fyrri vikulokin og innleiða það eins fljótt og auðið er.

Müller Fleisch´s eru ekki einu sláturhúsin í Þýskalandi sem eru að glíma við smit, en mikið er um erlenda farandverkamenn sem stoppa stutt í þessari grein.

Stjórnsýsludómstóll í Münster gaf út skipun um að Westleisch kjötvinnslunni í Coesfeld yrði lokað eftir að hafnað var beiðni fyrirtækisins um að opna að nýju eftir tímabundna lokun vegna COVID-19.  Gefin var skipun um að loka kjötvinnslunni í kjölfar þess að 171 starfsmaður greindist jákvæður fyrir smiti af völdum COVID-19. Búið er að taka sýni af 952 starfsmönnum fyrirtækisins og hafa 461 reynst smitaðir.

Smittíðnin í þýskum sláturhúsum hefur vakið upp umræður um aðbúnað starfsfólks í sláturhúsum og kjötvinnslum. Stjórnsýsludómstóllinn í Münster hefur gert athugasemdir við að sláturhúsin setji gróðasjónarmið ofar hagsmunum starfsmanna. Er vandinn meðal annars sagður liggja í því að mikið rót sé á starfsfólki og stöðugt verið að skipta út innfluttu verkafólki sem stoppi stutt. Vegna þess sé vaxandi hætt á nýjum faraldri eftir sex mánuði. 

Haft er eftir Bastian Rosenau, héraðsstjóra í Enzkreis, að finna þyrfti langtímalausnir í starfsmannahaldi sláturhúsanna til að minnka líkur á að faraldurinn blossi upp að nýju.

„Við verðum að hugsa um sjálfbærni og langtímaúrræði,“ sagði  Rosenau.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...