Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hvort er auðveldara að banna veirur eða skipta um skoðun?
Lesendarýni 14. maí 2020

Hvort er auðveldara að banna veirur eða skipta um skoðun?

Höfundur: Ögmundur Jónasson

Ég held að við séum öll sammála um að hægt er að skipta um skoðun. Og ef reynslan kennir að það gæti verið skynsamlegt þá er einboðið að gera það. En er hægt að banna veirur?

Það heldur ríkisstjórn Íslands og Alþingi. Þegar ákveðið var að leggja árar í bát og gefast upp gagnvart regluverki EES samningsins og heimila innflutning á hráu kjöti var því lýst yfir að þetta væri í góðu lagi því Íslendingar hefðu ákveðið að taka forystu á heimsvísu – eins og stundum áður – að þessu sinni í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi.

„Fyrsta þjóðin í heiminum“

Eftir að ákveðið var að opna fyrir innflutning á hráu kjöti „tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að Íslend­ingar yrðu fyrsta þjóðin í heim­inum til að banna dreifingu og sölu á matvælum sem innihalda ákveðnar tegundir af sýklalyfjaónæmum bakteríum“. Þetta skrifar stjórnarþingmaður í dagblað fyrir fáeinum vikum en áður hafði ríkisstjórnin kynnt þjóðinni í hlaðvarpanum á Tilraunastöð Háskólans á Keldum „aðgerðaáætlun í 17 liðum“ til að efla matvælaöryggi. Þótti sumum ósmekklegt að tilkynna undanhaldið á Keldum þaðan sem kraftmestu varnaðarorðin hafa komið í áratugi gegn hvers kyns tilslökunum hvað varðar matvælaöryggi.

Heilsufar ofar viðskiptahagsmunum

Varnaðarorð okkar bestu sérfræðinga í gegnum tíðina eru ófá.

Í því sambandi má til dæmis minna á fyrirlestra og greinaskrif manna á borð við Vilhjálm Svansson, dýralækni á Keldum, og Karl G. Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlækni sýklafræðideildar Landspítalans. Málflutningur þeirra og margra annarra sem tekið hafa í svipaðan streng varð til þess að margir vildu nú endurmat á EES samningnum í ljósi þeirrar vaxandi vár sem sýklalyfjaónæmi væri að verða í heiminum. Í þeim samningi er einmitt ákvæði sem segir að heilsufars­ástæður eigi að vega þyngra en viðskiptaleg sjónarmið – nokkuð sem ætti að skiljast betur nú en fyrir kórónainnrásina.

Þá minnist ég fundar á vegum Framsóknarflokksins á Hótel Sögu á síðasta ári þar sem einum fremsta vísindamanni Bandaríkjanna á þessu sviði, Lance Price, prófessor við George Washington háskóla, hafði verið boðið að halda fyrirlestur. Hann var spurður hvort hann ætti eitthvert eitt ráð handa íslenskum stjórnvöldum. Slíkt ráð átti hann:

Ekki gefa eftir þá öfundsverðu stöðu sem þið hafið með ströngum innflutningstakmörkunum. Þannig getið þið best spornað við því að þið fáið sýklalyfjaónæmi inn á ykkar matborð.

Getum heft sýklaberann en síður sýkilinn

Þarna birtist kjarni málsins. Allir vilja sporna gegn óæskilegum veirum og bakteríum. Spurningin er hvernig það verði best gert. Og svar sérfræðinganna var að það yrði best gert með fyrirbyggjandi aðgerðum. Halda eigi á okkar matborði, eftir því sem nokkur kostur er, einvörðungu vörum sem bera ekki smit og allra síst bakteríur sem eru orðnar ónæmar fyrir sýkla­lyfj­um eins og er að finna í vaxandi magni í kjötvöru sem í framtíðinni verður á matseðli Íslendinga í boði ríkisstjórnar og Alþingis.

Með ströngum innflutnings­takmörkunum má hins vegar draga úr líkum á smiti. Allt snýst um líkur. Þeim þankagangi kynnumst við vel þessa dagana í stríðinu við veiruna ágengu. Hún er ósýnileg mannlegu auga, smýgur hvarvetna sem smogið verður. Spurningin snýst þá um að takmarka ferðamöguleika hennar.

Hægt að skipta um skoðun

Lærdómurinn, fyrr og rækilega staðfestur nú síðar, er að við getum sett skorður við ferðum fólks og flutningi á matvöru sem kann að bera smit. En eftir stendur að hvorki bakteríur né veirur getum við bannað með lögum. Jafnvel fremsta þjóð í heiminum er þess ekki umkomin.

Hún getur hins vegar endurskoðað fyrri afstöðu reynist hún hafa verið röng. Til dæmis gæti ríkisstjórn og Alþingi endurskoðað áður veittar heimildir til innflutnings á hráu kjöti.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...