Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Svínasláturhús Danish Crown í Skærbæk á Suður-Jótlandi þurfti að loka þegar lokað var hjá stærsta viðskiptavininum í Þýskalandi.
Svínasláturhús Danish Crown í Skærbæk á Suður-Jótlandi þurfti að loka þegar lokað var hjá stærsta viðskiptavininum í Þýskalandi.
Mynd / Danish Crown
Fréttir 12. júní 2020

Lokað hjá Danish Crown í Skærbæk vegna smits í Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Svínasláturhúsi Danish Crown í Skærbæk á Suður-Jótlandi var lokað tímabundið um miðjan maí vegna kórónaveirusmits sem komið hafði upp hjá Westcrown, sem jafnframt er helsti viðskiptavinur kjötvinnslunnar.
 
Lokun svínakjötsvinnslunnar í Danmörku kemur í kjölfar lokana á fjölmörgum sláturhúsum og úrbeiningastöðvum í Þýskalandi þar sem fjöldi farandverkamanna hafi sýkst af COVID-19. Eitt þeirra fyrirtækja, þar sem fjölmargir starfsmenn reyndust vera smitaðir var Westcrown, sem er sameignarfélag Danish Croen og German Westfleisch. Það fyrirtæki er í Dissen í Norður-Rín-Westphalia ríki þar sem ákveðið var að taka sýni hjá öllum starfsmönnum sláturhúsa. 
 
Fyrir fjórum vikum hafði sýni verið tekið hjá 280 starfsmönnum Westcrown og reyndust 90 þeirra vera smitaðir af COVID-19. Var fyrirtækinu lokað í kjölfarið og vegna mikilla viðskipta þess við Danish Crown í Skærbæk í Danmörku var ákveðið að loka þar líka þótt þar væri ekki vitað um smit. Reyndu forsvarsmenn danska fyrirtækisins að leita eftir nýjum viðskiptavinum vegna lokunar hjá þeim þýska.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...