Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Svínasláturhús Danish Crown í Skærbæk á Suður-Jótlandi þurfti að loka þegar lokað var hjá stærsta viðskiptavininum í Þýskalandi.
Svínasláturhús Danish Crown í Skærbæk á Suður-Jótlandi þurfti að loka þegar lokað var hjá stærsta viðskiptavininum í Þýskalandi.
Mynd / Danish Crown
Fréttir 12. júní 2020

Lokað hjá Danish Crown í Skærbæk vegna smits í Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Svínasláturhúsi Danish Crown í Skærbæk á Suður-Jótlandi var lokað tímabundið um miðjan maí vegna kórónaveirusmits sem komið hafði upp hjá Westcrown, sem jafnframt er helsti viðskiptavinur kjötvinnslunnar.
 
Lokun svínakjötsvinnslunnar í Danmörku kemur í kjölfar lokana á fjölmörgum sláturhúsum og úrbeiningastöðvum í Þýskalandi þar sem fjöldi farandverkamanna hafi sýkst af COVID-19. Eitt þeirra fyrirtækja, þar sem fjölmargir starfsmenn reyndust vera smitaðir var Westcrown, sem er sameignarfélag Danish Croen og German Westfleisch. Það fyrirtæki er í Dissen í Norður-Rín-Westphalia ríki þar sem ákveðið var að taka sýni hjá öllum starfsmönnum sláturhúsa. 
 
Fyrir fjórum vikum hafði sýni verið tekið hjá 280 starfsmönnum Westcrown og reyndust 90 þeirra vera smitaðir af COVID-19. Var fyrirtækinu lokað í kjölfarið og vegna mikilla viðskipta þess við Danish Crown í Skærbæk í Danmörku var ákveðið að loka þar líka þótt þar væri ekki vitað um smit. Reyndu forsvarsmenn danska fyrirtækisins að leita eftir nýjum viðskiptavinum vegna lokunar hjá þeim þýska.
Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...