Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,  ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, með Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtaka Íslands, á milli sín á fjarfundi.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, með Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtaka Íslands, á milli sín á fjarfundi.
Mynd / Golli
Fréttir 27. apríl 2020

Átak stjórnvalda og atvinnulífs: Íslenskt - gjörið svo vel

Höfundur: Ritstjórn

Föstudaginn 24. apríl var undirritaður samstarfssamningur milli stjórnvalda og fulltrúa atvinnulífs um að verja störf og auka verðmætasköpun undir heitinu „Íslenskt - gjörið svo vel“.

Það voru Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,  ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem skrifuðu undir fyrir hönd stjórnvalda, en af hálfu atvinnulífsins koma Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samorka og Bændasamtök Íslands að verkefninu.

Í tilkynningu úr Stjórnarráði Íslands kemur fram að markmið samningsins sé að móta og hrinda í framkvæmd sameiginlegu kynningarátaki sem miðar að því að hvetja landsmenn, almenning og fyrirtæki til viðskipta við innlend fyrirtæki á fjölbreyttum sviðum; við val á framleiðslu, vörum og þjónustu. „Með því verði lögð áhersla á mikilvægi þeirrar keðjuverkunar og þeirri hringrás sem verður til við val á m.a. innlendri framleiðslu- og þjónustustarfsemi sem stuðlar að því að atvinnustarfsemi helst gangandi, störf almennings eru varin, efnahagslegur stöðugleiki eykst og verðmætasköpun er  aukin,“ segir í tilkynningunni.

Fulltrúar atvinnulífsins hittu ráðherrana á fjarfundi til að innsigla samkomulagið. 

100 milljónir frá ríkinu

Stjórnvöld leggja 100 milljónir króna til verkefnisins sem verður nýtt í fjármögnun á hönnun, framleiðslu og birtingu kynningarefnis.

„Grunnur samningsins er það fordæmalausa ástand sem uppi er í heiminum vegna útbreiðslu COVID-19 og þau áhrif sem faraldurinn hefur haft hér á landi. Átakið er liður í efnahagsaðgerðum stjórnvalda gegn COVID-19 en með átakinu verður  unnið gegn efnahagslegum samdrætti vegna heimsfaraldursins með það fyrir augum að lágmarka áhrifiná atvinnulíf, til skemmri og lengri tíma,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Kristjáni Þór af þessu tilefni að nauðsynlegt sé að  lágmarka neikvæð áhrif á íslenskan landbúnað og sjávarútveg og milda höggið af COVID-19, sem sé þó óhjákvæmilegt.

Þórdís Kolbrún segir að með framlagi stjórnvalda sé höndum tekið saman við atvinnulífið og spornað gegn áhrifum COVID-19.
 

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.