Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Átakið „Íslenskt – Láttu það ganga“  formlega komið af stað
Fréttir 10. september 2020

Átakið „Íslenskt – Láttu það ganga“ formlega komið af stað

Höfundur: Ritstjórn

Í dag var átakið „Íslenskt – Láttu það ganga“ formlega sett af stað. Markmiðið er að efla vitund landsmanna um neysluhegðun og útskýra þau keðjuverkandi áhrif sem verða þegar við veljum innlenda þjónustu og skiptum við innlend fyrirtæki. 

 Hugmyndin með átakinu er að „láta það ganga“;  þegar við veljum innlenda þjónustu, kaupum innlenda vöru og skiptum við innlend fyrirtæki hafi það keðjuverkandi áhrif. Þannig er atvinnustarfsemi haldið gangandi, störf vernduð og ný sköpuð, aukin verðmætasköpun verður sem stuðlar að efnahagslegum stöðugleika. Þannig sé allt saman látið ganga.

Bændasamtök Íslands ásamt Samtökum iðnaðarins, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum fjármálafyrirtækja, Samorku og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu eru aðilar að verkefninu.

Bændasamtök Íslands eru þátttakandi í átakinu Íslenskt - Láttu það ganga, um aukna verðmætasköpun og að verja störf, sem hófst formlega í dag.

Frekari upplýsingar um átakið og aðgengi að kynningarefni má nálgast á vef verkefnisins og vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.