Útlit fyrir góða berjasprettu á Austurlandi
Allt útlit er fyrir góða berjasprettu á Austurlandi í sumar. Þrátt fyrir að bláberin séu enn smá segir Hörður Kristjánsson ritstjóri Bændablaðsins, sem staddur er Vesturárdal við Vopnafjörð, að berin séu safarík bragðgóð. „Þau verða orðin fín eftir viku.“