Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins
Fréttir 22. desember 2020

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Með vísan til samnings milli Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur á grundvelli 19. gr. EES-samningsins og til reglugerðar nr. 1304/2020 um úthlutunina, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning á landbúnaðarvörum, upprunnum í ríkjum Evrópusambandsins og með upprunavottorð þaðan fyrir tímabilið 1. janúar – 30. apríl 2021.

Vöruliður:

Vara

Tímabil

Vörumagn

Verðtollur

Magntollur

kg

%

kr./kg

0201/0202

   Kjöt af dýrum af       nautgripakyni, nýtt, kælt eða fryst

01.01. - 30.04.21

  232.000

0

0

0203

Svínakjöt, nýtt, kælt eða fryst

 01.01. - 30.04.21

  233.000

0

0

0207

Kjöt af alifuglum, nýtt, kælt eða fryst

 01.01. -   30.04.21

  285.000

0

0

ex0207

Kjöt af alifuglum, nýtt, kælt eða fryst, lífrænt ræktað/lausagöngu

  01.01. -   30.04.21

  67.000

0

0

0210

Kjöt og ætir hlutar af dýrum, saltað, í saltlegi, þurrkað eða reykt; ætt mjöl, einnig finmalað, úr kjöti eða hlutum af dýrum

01.01. - 30.04.21

  3.300

0

0

ex 0406

Ostur og ystingur (**)

01.01. - 30.04.21

  77.000

0

0

0406

Ostur og ystingur

01.01. - 30.04.21

  127.000

0

0

1601

Pylsur og þess háttar vörur úr kjöti, hlutum af dýrum eða blóði; matvæli gerð aðallega úr þessum vörum

01.01. - 30.04.21

  83.000

0

0

1602

Annað kjöt, hlutar af dýrum eða blóð, unnið eða varið skemmdum

01.01. - 30.04.21

  133.000

0

0

 

(**) skráð í samræmi við reglugerð ráðsins (EB) nr. 1151/2012 um vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða og matvæla

 

Úthlutun er ekki framseljanleg. Vegna sérstakra aðstæðna skal að þessu sinni senda tilboð með umsókn um tollkvóta, að undanskildum vörulið ex0406, sem verður úthlutað með hlutkesti sbr. 65. gr. B. búvörulaga nr. 99/1993. Tekið verður tillit til tilboða ef það berast umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta nemur. Ef til útboðs kemur ráða tilboðin úthlutun.

 

Tollkvótum verður fyrst úthlutað til hæstbjóðanda, svo til þess er næsthæst bauð og þannig koll af kolli uns tiltækum kvóta hefur verið úthlutað og greiða bjóðendur tilboðsfjárhæðina að fullu, í samræmi við XII. kafla búvörulaga nr. 99/1993, með síðari breytingum.

Með vísan til framangreinds verður ekki óskað eftir því að þessu sinni að send verði ábyrgðaryfirlýsing eða að tilboð verði staðgreidd til þess að tilboð teljist gilt.

 

Skriflegar umsóknir auk tilboða skulu berast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, að Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, bréflega eða á postur@anr.is, fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 29. desember 2020.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...