Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Helga Harðardóttir og Kristján Þ. Halldórsson, umsjónaraðilar Brothættra byggða.
Helga Harðardóttir og Kristján Þ. Halldórsson, umsjónaraðilar Brothættra byggða.
Mynd / Byggðastofnun
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggðastofnun. Með fjárframlaginu á að auka viðspyrnu byggðarlaga sem glíma við erfiðleika.

Verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir, hófst fyrir rúmum áratug, en meginmarkmið þess er að sporna við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarkjörnum og sveitum landsins.

Verkefnið hefur almennt gengið vel og ánægja verið ríkjandi hjá þeim byggðarlögum sem tekið hafa þátt, en þau eru fjórtán talsins. Teljanlegar framfarir hafa orðið nær undantekningarlaust, enda virk þátttaka, frumkvæði og samstaða íbúa og sveitarfélaga almennt góð.

Kristján Þ. Halldórsson, sérfræðingur á þróunarsviði og fulltrúi verkefnisins frá upphafi, segir að samkvæmt byggðaáætlun hafi verkefnið úr 120 milljónum kr. að spila árlega en nú bætast við 45 milljónir kr.. á ári í þrjú ár með nýsamþykktu viðbótarframlagi.

Mun framlagið skiptast á þrjú ár, 2025–2027, og er markmiðið að auka viðspyrnu í þeim byggðarlögum sem á þurfa að halda, liðka fyrir þátttöku fleiri byggðarlaga, lengja gildistíma nýrra samninga og auka þannig stuðning við frumkvæðisverkefni. Til viðbótar verður tveimur byggðarlögum sem hafa verið þátttakendur í verkefninu en glíma enn við örðugleika, boðið að taka þátt í tilrauna-/ átaksverkefni til að fylgja eftir frekari árangri. Á málþingi sem haldið var á Raufarhöfn fyrir ári síðan sögðu þau Kristján og Helga Harðardóttir, sem einnig er sérfræðingur þróunarsviðs, að unnið væri að því að taka fleiri byggðarlög sem falla undir hatt verkefnisins.

Kristján og Helga segja aukaframlag Byggðastofnunar skipta verulega miklu máli og kærkomin viðbót við að styrkja starf Brothættra byggða enn frekar.

Auk þess gefi það tækifæri til að kanna leiðir og gera tilraun til að koma til móts við byggðarlög sem voru þátttakendur á fyrri árum verkefnisins en eru þrátt fyrir það í þröngri stöðu um þessar mundir.

„Við erum að bræða með okkur og þreifa á áhuga á slíku tímabundnu tilrauna- og átaksverkefni til þriggja ára. Því erum við á þessari stundu ekki í stöðu til að upplýsa hvaða byggðarlög munu verða þátttakendur. Á hinn bóginn getum við sagt að stuðningurinn frá Byggðastofnun inn í þessi verkefni er fyrst og fremst hugsaður til að styðja við bakið á frumkvöðlum í viðkomandi byggðarlögum. Verkefnin verða unnin í samstarfi við landshlutasamtök og sveitarfélög og það er jafnframt von okkar að þetta geti orðið til þess að íbúar nýti tækifærið til frekara samtals og samstarfs um hagsmuni og möguleika síns samfélags,“ segir Kristján

Skylt efni: Byggðastofnun

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...