Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Mynd / VH
Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Mynd / VH
Fréttir 27. september 2017

Aukin framlög til hafrannsókna í fjármálafrumvarpinu 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nái fjárlög 2018 fram að ganga munu framlög til eflingar hafrannsókna  aukast talsvert á næsta fjárhaldsári. Áætluð heildarútgjöld til sjávarútvegsins eru 6.634 milljónir króna samkvæmt frumvarpinu og aukast um 327,4 milljónir frá fyrra ári, eða um 5,2.

Hvað sjávarútveginn varðar munar mest um 165 milljón króna framlag til Hafrannsóknastofnunar vegna eflingar rannsókna á uppsjávarstofnum.

Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Þessar breytingar koma hvað skýrast fram í uppsjávarstofnum. Gert er ráð fyrir að efla rannsóknir með fjölgun úthaldsdaga rannsóknarskipa. Auk þess er 30 milljónum forgangsraðað til stofnunarinnar vegna ráðningar þriggja sérfræðinga sem styðja munu verkefnið.

Vegna tímabærrar endurnýjunar á tölvustýribúnaði rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er 55 m.kr. forgangsraðað til Hafrannsóknastofnunar. Með þessu er ætlað að tryggja afköst og virkni skipsins og þar með nauðsynlegar rannsóknir til næstu ára.

Enn fremur er 11  milljónum króna forgangsraðað innan málefnasviðsins til þess að styrkja starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs, eins og fyrirheit voru gefin um við gerð kjarasamninga sjómanna.

Þá er gert ráð fyrir því að fjárheimild málefnasviðsins hækki um 20 milljónir króna vegna Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, en sjóðnum er ætlað að lágmarka umhverfisáhrif fiskeldis og er liður í áætlun stjórnvalda til að bregðast við auknum umsvifum í greininni.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...