Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Mynd / VH
Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Mynd / VH
Fréttir 27. september 2017

Aukin framlög til hafrannsókna í fjármálafrumvarpinu 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nái fjárlög 2018 fram að ganga munu framlög til eflingar hafrannsókna  aukast talsvert á næsta fjárhaldsári. Áætluð heildarútgjöld til sjávarútvegsins eru 6.634 milljónir króna samkvæmt frumvarpinu og aukast um 327,4 milljónir frá fyrra ári, eða um 5,2.

Hvað sjávarútveginn varðar munar mest um 165 milljón króna framlag til Hafrannsóknastofnunar vegna eflingar rannsókna á uppsjávarstofnum.

Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Þessar breytingar koma hvað skýrast fram í uppsjávarstofnum. Gert er ráð fyrir að efla rannsóknir með fjölgun úthaldsdaga rannsóknarskipa. Auk þess er 30 milljónum forgangsraðað til stofnunarinnar vegna ráðningar þriggja sérfræðinga sem styðja munu verkefnið.

Vegna tímabærrar endurnýjunar á tölvustýribúnaði rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er 55 m.kr. forgangsraðað til Hafrannsóknastofnunar. Með þessu er ætlað að tryggja afköst og virkni skipsins og þar með nauðsynlegar rannsóknir til næstu ára.

Enn fremur er 11  milljónum króna forgangsraðað innan málefnasviðsins til þess að styrkja starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs, eins og fyrirheit voru gefin um við gerð kjarasamninga sjómanna.

Þá er gert ráð fyrir því að fjárheimild málefnasviðsins hækki um 20 milljónir króna vegna Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, en sjóðnum er ætlað að lágmarka umhverfisáhrif fiskeldis og er liður í áætlun stjórnvalda til að bregðast við auknum umsvifum í greininni.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...