Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Auknir fjármunir til lífrænnar kornræktar í Noregi
Mynd / smh
Fréttir 14. febrúar 2017

Auknir fjármunir til lífrænnar kornræktar í Noregi

Höfundur: ehg / Samvirket
Verslanakeðjan REMA 1000, bændaverslunin Felleskjøpet, Norgesmøllene AS og Meistara­bakararnir hafa nú komið á fót lífrænum sjóði í Noregi og var stofnféð rúmar 100 milljónir íslenskra króna. 
 
Markmið sjóðsins er að koma til móts við umframkostnað bænda sem skipta úr hefðbundnum landbúnaði yfir í lífræna kornræktun. 
 
Ferlið við að skipta yfir í lífræna ræktun tekur tíma og framleiðslan fer í gegnum breytingarferli og fyrir bóndann leiðir þetta af sér óöryggi og áskoranir í sölu á afurðum meðan á ferlinu stendur. Sjóðurinn á að tryggja þetta breytingarferli fyrir norska bændur. REMA 1000 er eigandi sjóðsins en dreifing fjármuna verður tekin í sameiningu þeirra sem að sjóðnum koma. Markmiðið er að bændur sem skipta yfir í lífræna ræktun fái breytingartryggingu á sinni framleiðslu. Einnig er hugsunin á bakvið að þróa heildarvirðiskeðju fyrir lífræna kornræktun frá bónda til fullunninna vara í verslunum. Að auki mun verðmunur á lífrænum matvælum og úr hefðbundnum landbúnaði minnka án þess að bóndinn, kornmyllan eða kaupmaðurinn tapi á því.
 
„Við finnum fyrir auknum áhuga á lífrænum matvælum og þess vegna viljum við gera aðgengi neytenda að þeim betri. Með sjóðnum tökum við saman stórt skref í lífræna átt sem við teljum að geti sett frekari kraft í framleiðsluna hér í landi,“ segir Lars Kristian Lindberg, framkvæmdastjóri deilda- og innkaupa hjá REMA 1000. 
 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...