Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Auknir fjármunir til lífrænnar kornræktar í Noregi
Mynd / smh
Fréttir 14. febrúar 2017

Auknir fjármunir til lífrænnar kornræktar í Noregi

Höfundur: ehg / Samvirket
Verslanakeðjan REMA 1000, bændaverslunin Felleskjøpet, Norgesmøllene AS og Meistara­bakararnir hafa nú komið á fót lífrænum sjóði í Noregi og var stofnféð rúmar 100 milljónir íslenskra króna. 
 
Markmið sjóðsins er að koma til móts við umframkostnað bænda sem skipta úr hefðbundnum landbúnaði yfir í lífræna kornræktun. 
 
Ferlið við að skipta yfir í lífræna ræktun tekur tíma og framleiðslan fer í gegnum breytingarferli og fyrir bóndann leiðir þetta af sér óöryggi og áskoranir í sölu á afurðum meðan á ferlinu stendur. Sjóðurinn á að tryggja þetta breytingarferli fyrir norska bændur. REMA 1000 er eigandi sjóðsins en dreifing fjármuna verður tekin í sameiningu þeirra sem að sjóðnum koma. Markmiðið er að bændur sem skipta yfir í lífræna ræktun fái breytingartryggingu á sinni framleiðslu. Einnig er hugsunin á bakvið að þróa heildarvirðiskeðju fyrir lífræna kornræktun frá bónda til fullunninna vara í verslunum. Að auki mun verðmunur á lífrænum matvælum og úr hefðbundnum landbúnaði minnka án þess að bóndinn, kornmyllan eða kaupmaðurinn tapi á því.
 
„Við finnum fyrir auknum áhuga á lífrænum matvælum og þess vegna viljum við gera aðgengi neytenda að þeim betri. Með sjóðnum tökum við saman stórt skref í lífræna átt sem við teljum að geti sett frekari kraft í framleiðsluna hér í landi,“ segir Lars Kristian Lindberg, framkvæmdastjóri deilda- og innkaupa hjá REMA 1000. 
 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...