Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Axel Sæland nýr formaður Sambands garðyrkjubænda.
Axel Sæland nýr formaður Sambands garðyrkjubænda.
Fréttir 14. maí 2021

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda fór fram í Þykkvabæ fyrr í dag og var Axel Sæland kjörinn formaður.

Fyrir aðalfundinn hélt fráfarandi stjórn sinn síðasta fund og fór í stutta heimsókn til kartöfluræktenda, þar sem litið var yfir víðáttumikla garða sem óðum fyllast nú af útsæði.

Þá vakti flokkunarvélin í Hrauki sérstaka athygli. Vélin sér um að stærðarflokka og taka frá kartöflur sem ekki standast gæðakröfur og byggir flokkunin á notkun myndavélartækni.

Á aðalfundinum var Axel Sæland kjörinn nýr formaður Sambandsins og tekur við keflinu af Gunnari Þorgeirssyni sem gengt hefur formannsstarfinu frá 2015. Axel er þriðji ættliðurinn til að gegna formennsku í Sambandi garðyrkjubænda.

Aðrir í stjórn voru kjörnir: Helga Ragna Pálsdóttir, Óskar Kristinsson, Sigrún Hrafnhildur Pálsdóttir og Þórhallur Bjarnason. Í varastjórn voru kjörin Óli Björn Finnsson og Ragna Sigurðardóttir.

Á fundinum var samþykkt tillaga um að ganga til samstarfs við Bændasamtök Íslands um sameiginlegan rekstur á daglegri starfsemi og þjónustu við félagsmenn. Þá voru staðfestar nýjar samþykktir fyrir félagið.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...