Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Axel Sæland nýr formaður Sambands garðyrkjubænda.
Axel Sæland nýr formaður Sambands garðyrkjubænda.
Fréttir 14. maí 2021

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda fór fram í Þykkvabæ fyrr í dag og var Axel Sæland kjörinn formaður.

Fyrir aðalfundinn hélt fráfarandi stjórn sinn síðasta fund og fór í stutta heimsókn til kartöfluræktenda, þar sem litið var yfir víðáttumikla garða sem óðum fyllast nú af útsæði.

Þá vakti flokkunarvélin í Hrauki sérstaka athygli. Vélin sér um að stærðarflokka og taka frá kartöflur sem ekki standast gæðakröfur og byggir flokkunin á notkun myndavélartækni.

Á aðalfundinum var Axel Sæland kjörinn nýr formaður Sambandsins og tekur við keflinu af Gunnari Þorgeirssyni sem gengt hefur formannsstarfinu frá 2015. Axel er þriðji ættliðurinn til að gegna formennsku í Sambandi garðyrkjubænda.

Aðrir í stjórn voru kjörnir: Helga Ragna Pálsdóttir, Óskar Kristinsson, Sigrún Hrafnhildur Pálsdóttir og Þórhallur Bjarnason. Í varastjórn voru kjörin Óli Björn Finnsson og Ragna Sigurðardóttir.

Á fundinum var samþykkt tillaga um að ganga til samstarfs við Bændasamtök Íslands um sameiginlegan rekstur á daglegri starfsemi og þjónustu við félagsmenn. Þá voru staðfestar nýjar samþykktir fyrir félagið.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...