Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bændaferð til Noregs: Heimavinnsla og ferðaþjónusta
Fréttir 16. febrúar 2017

Bændaferð til Noregs: Heimavinnsla og ferðaþjónusta

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Dagana 25.–30. apríl næstkomandi standa Hey Iceland í samvinnu við Beint frá býli og Opinn landbúnað fyrir fræðsluferð til Noregs þar sem m.a. félagar í Hanen-samtökunum verða sóttir heim.
 
Óhætt er að segja að dagskráin sé fjölbreytt enda margt spennandi í boði hjá frændum okkar Norðmönnum og má þar m.a. nefna heimsóknir til félaga úti á landi sem ýmist sinna kjötvinnslu heimavið, reka gistiheimili og veitingastað eða brugga og selja eplavín beint frá bónda. 
 
Flogið er til Osló á þriðjudegi og hefst förin á Thorbjørnrud-hótelinu í Jevnaker sem hefur fengið verðlaun fyrir nýsköpun í svæðisbundnum matvælum. Hér ákvað eigandinn og bóndinn Olav Lie-Nilsen að breyta sundlauginni í ostagerðarvinnslu. Því næst verður Langedrag náttúruþjóðgarður heimsóttur sem er friðlýst svæði en þar verður hægt að kynnast lífi villtra dýra og komast í návígi við elgi, úlfa, moskúsa og gaupa svo fátt eitt sé nefnt. Í ferðinni verður einnig farið í kynnisferð til eplabænda í Harðangursfirði sem tóku sig saman um að markaðssetja eplasafa og rómuð eplavín. Eini framleiðslustaður Noregs með svið, Smalahovetunet, verður einnig sóttur heim og hér er meira að segja hægt að fá íslensk svið. Að auki verða heimsóttir ferðaþjónustubændur, bændur sem brugga bjór í brugghúsi sínu úr svæðisbundnum matvælum og fleira og fleira.
 
Einnig verður komið við á nokkrum markverðum stöðum í Noregi og náttúruperlur skoðaðar. Ferðin endar á frjálsum degi í Bergen en á sunnudegi er haldið heim á leið og er lent í Keflavík um miðjan dag. 
 
Nánari upplýsingar um ferðina má nálgast hjá Bændaferðum í síma 570-2790 eða með því að senda tölvupóst á bokun@baendaferdir.is.
 
 
 
Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...