Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bændasamtökin hvetja til tafalausra bóta á verkferkferlum við blóðtöku úr fylfullum hryssum
Fréttir 22. nóvember 2021

Bændasamtökin hvetja til tafalausra bóta á verkferkferlum við blóðtöku úr fylfullum hryssum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér tilkynningu í framhaldi af útgáfu myndbands frá þýsku dýraverndarsamtökunum AWF/TSB sem sýnir meðferð á hryssum við blóðtöku. Matvælastofnun hefur myndbandið til rannsóknar.

„Einn af megin styrkleikum íslensks landbúnaðar er að hér gilda framsæknar reglur um dýravelferð. Bændasamtök Íslands ætlast til að bændur fylgi þessum reglum án undantekninga og munu hér eftir sem hingað til fordæma slæma meðferð á dýrum enda hafa samtökin ávallt lagt áherslu á að íslenskur landbúnaður sé til fyrirmyndar hvað varðar dýravelferð og góðan aðbúnað.

Um blóðmerahald gilda lög um velferð dýra, nr. 55/2013, sbr. síðari breytingar og reglugerð um velferð hrossa, nr. 910/2014. Eftirlit með framkvæmd laganna og reglugerðarinnar er á höndum MAST. Afar ströng viðurlög eru við því þegar slík frávik koma upp.

Bændasamtökin hvetja alla aðila í þessari atvinnugrein, MAST og Ísteka að hefja tafarlaust vinnu við að bæta eftirlit, þjálfun og verkferla til að koma í veg fyrir að tilvik eins og þessi komi upp í framtíðinni. Lýsa samtökin sig reiðubúin til þess að aðstoða eftir föngum," segir í tilkynningu frá Gunnari Þorgeirssyni, formanni BÍ.

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...