Umtalsverður afkomubati varð í nautakjötsframleiðslu á árinu 2023, en bændur greiddu þó 99 krónur með hverju framleiddu kílói samkvæmt uppgjöri úr rekstrarverkefni RML.
Umtalsverður afkomubati varð í nautakjötsframleiðslu á árinu 2023, en bændur greiddu þó 99 krónur með hverju framleiddu kílói samkvæmt uppgjöri úr rekstrarverkefni RML.
Mynd / smh
Fréttir 29. janúar 2025

Bændur greiddu 99 krónur með hverju framleiddu kílói árið 2023

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nautakjötsframleiðendur greiddu 99 krónur með hverju framleiddu kílói á árinu 2023, samkvæmt nýju uppgjöri úr rekstrarverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Það er þó umtalsverður afkomubati frá árinu 2022 þegar 275 króna framleiðslutap var á hvert nautakjötskíló.

Á von á verri afkomu fyrir síðasta ár

Kristján Eymundsson verkefnisstjóri segir að búast megi við að afkomutölur versni aftur árið 2024. „Síðustu ár hafa komið viðbótar- greiðslur frá ríkinu, en á síðasta ári komu engar samsvarandi greiðslur nema það var reyndar bætt svolitlu við sláturálagið á nautakjötið.

Það hefur þó átt sér stað mikil breyting á síðustu árum. Tekjur á innlagt kíló hafa aukist um 41 prósent á þremur árum. Þar ræður mestu hækkanir á afurðaverði en einnig hafa viðbótargreiðslur frá ríki skipt verulegu máli eins og árin 2022–2023. Á árinu 2021 komu einnig viðbótargreiðslur og þá sem sláturálag í nautgriparækt vegna Covid-19.

Þær greiðslur voru ekki sérstaklega greindar í verkefninu sem skýrir hærra sláturálag á nautakjöt það ár. Fjárfestingastyrkir vegna framkvæmda eru inni í liðnum önnur landbúnaðartengd framlög og því geta þær tekjur verið breytilegar milli ára.“

Vanfjármagnaðir búvörusamningar

Kristján telur að skýr merki sjáist um bættan rekstur í nautakjötsframleiðslunni þótt tap sé á framleiðslu nautakjöts öll árin. „Samkvæmt meðaltali þátttökubúa var tapið 383 krónur á kílóið árið 2021 en var komið niður í 99 krónur á kílóið árið 2023. Þar hjálpuðu einskiptisgreiðslur frá ríki vissulega mikið, sem reiknast um 123 krónur á kílóið hjá þátttökubúunum.“

Hann telur að viðbótarfjárveitingar síðustu ára hafi verið nauðsynlegar og lýsi einfaldlega þeirri staðreynd að búvörusamningarnir séu vanfjármagnaðir.

Fjármagnskostnaður verulega íþyngjandi

Það er mat Kristjáns að afkoma í greininni þurfi að batna um 200 krónur á kílóið, þar sem hann gerir ráð fyrir að tapið í greininni samsvari þeirri upphæð fyrir síðasta ár.

„Til að ná þeim afkomubata þarf samspil ýmissa þátta. Þar má helst nefna afurðaverð, aukinn ríkisstuðning, áframhaldandi hagræðingu í rekstri bændanna og síðast en ekki síst hagfelldara vaxtaumhverfi.“

Hlaða hrundi í Borgarfirði
Fréttir 21. febrúar 2025

Hlaða hrundi í Borgarfirði

Geymsluhúsnæði á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands hrundi í óveðri í byrjun febrú...

Þröstur ráðinn ritstjóri
Fréttir 21. febrúar 2025

Þröstur ráðinn ritstjóri

Þröstur Helgason hefur verið ráðinn sem ritstjóri Bændablaðsins og mun hann taka...

Mótmæla breytingum á tollflokkun osta
Fréttir 21. febrúar 2025

Mótmæla breytingum á tollflokkun osta

Sex hagsmunasamtök á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu hafa sent fjármála-...

Málþing um framtíð landbúnaðar
Fréttir 21. febrúar 2025

Málþing um framtíð landbúnaðar

Tekið verður á mörgum hagsmunamálum landbúnaðarins á víðum grunni á opnum fundi ...

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi
Fréttir 21. febrúar 2025

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi

Matarsóun mælist mest í frumframleiðsluþrepi virðis- keðjunnar; 29.130 tonn, eða...

Brostnar forsendur búvörusamninga
Fréttir 20. febrúar 2025

Brostnar forsendur búvörusamninga

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar, segir að stórar spurningar v...

Fjárhús fuku á Vattarnesi
Fréttir 20. febrúar 2025

Fjárhús fuku á Vattarnesi

Á Vattarnesi í Fáskrúðsfirði varð mikið tjón á íbúðarhúsi, fjárhúsum, farartækju...

Ólögleg förgun dýrahræja
Fréttir 20. febrúar 2025

Ólögleg förgun dýrahræja

Um 87 prósent dýrahræja fóru til urðunar á árunum 2020 til 2022, samkvæmt tölum ...