Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Freyja Þorvaldar, bóndi á Grímarsstöðum og nemi í búvísindum við LbhÍ, ræðir við Svein Margeirsson um nýsköpun í landbúnaði í nýjasta hlaðvarpsþætti Víða ratað.
Freyja Þorvaldar, bóndi á Grímarsstöðum og nemi í búvísindum við LbhÍ, ræðir við Svein Margeirsson um nýsköpun í landbúnaði í nýjasta hlaðvarpsþætti Víða ratað.
Mynd / smh
Fréttir 7. janúar 2020

Bændur og neytendur eru saman í liði

Höfundur: Ritstjórn

Þriðji hlaðvarpsþáttur „Víða ratað“ er kominn í loftið en þar ræðir Sveinn Margeirsson við Freyju Þorvaldar, bónda á Grímarsstöðum og nema í búvísindum við LbhÍ, um nýsköpun í landbúnaði. Hún telur að það myndi skapa jákvæða ímynd fyrir íslenska sauðfjárrækt ef bændum væri gert kleift að selja kjöt af lömbum sem slátrað er heima. Freyja segir að hækkun á heimtökukostnaði á sama tíma og verð á lambakjöti lækkaði mikið hafi reynst bagalegt fyrir bændur sem hafi reynt að selja kjötið sitt sjálfir. „Hendur þeirra eru algjörlega bundnar fyrir aftan bak og þeir geta sig hvergi hreyft. Mér finnst þetta ekki góð þróun,“ segir Freyja.

Persónuleg viðskipti, sem margir bændur stunda, er framtíðin að mati Freyju. Hún telur líka að íslenskur landbúnaður geti gert meira fyrir þá sem kjósa að sneyða fram hjá kjötvörum. Freyja segir að bændur geti framleitt fjölbreyttari búvörur til þess að svara kalli markaðarins.

„Við búum á þannig tímum að samfélagið þróast rosalega ört og það eru miklar breytingar. Landbúnaðurinn er auðvitað þannig, allavega dýraafurðaparturinn af honum, að hann bregst hægt við. Það tekur tíma og draga úr eða auka framleiðsluna. Hins vegar er nánast allt sem við borðum í grunninn landbúnaðarafurðir og það á líka við um þá sem aðhyllast veganisma eða sneyða framhjá dýraafurðum. Ég held að það væri mjög jákvætt að landbúnaðurinn og bændur myndu varpa fram þeirri spurningu hvað er það sem vantar inn á markaðinn fyrir þá sem vilja vegan? Hvað getum við á Íslandi framleitt, hvar getum við bætt í og gert betur til þess að við getum framleitt sem mest af þeim matvælum sem við neytum hérlendis?“

Freyja telur að það séu gríðarleg tækifæri fólgin í íslenskum landbúnaði en það sé nauðsynlegt að hann þróist í takti við samfélagið. „Breytingar geta oft verið góðar og landbúnaðurinn er þar ekkert undanskilinn. Við getum breytt hlutunum og þeir geta fært okkur ný tækifæri.“

Hún segir að umræðan um neytendur og landbúnað hafi ekki alltaf verið góð. „Það er alltaf vont að skipta fólki upp í fylkingar. Bændur og neytendur eiga að ganga saman hönd í hönd. Neytendur eru þeir sem eru að velja vörurnar sem þeir ætla að versla og það er mikilvægt að við bændur reynum að ná til þeirra og vera saman í liði. Það er engum til framdráttar að vera á móti neytendum,“ segir Freyja Þorvaldar.  

Þáttinn Víða ratað er að finna í Hlöðunni, sem er hlaðvarpshluti Bændablaðsins. Hlaðan er aðgengileg hér undir og á öllum helstu streymisveitum, s.s. SoundCloud, Spotify, Apple Podcasts, Braker, Pocket Casts, RadioPublic og Google Podcasts.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.