Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bætt afkoma sauðfjárbænda felst meðal annars hagræðingu á afurðastöðvastigi
Mynd / smh
Fréttir 19. maí 2021

Bætt afkoma sauðfjárbænda felst meðal annars hagræðingu á afurðastöðvastigi

Höfundur: smh

Skýrsla um afkomu sauðfjárbænda á Íslandi og leiðir til að bæta hana var kynnt í morgun á streymisfundi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Í aðgerðaráætlun skýrslunnar kemur fram að tækifæri íslenskra sauðfjárbænda til betri afkomu felist í því að halda áfram að draga úr framleiðslukostnaði og svo eru tilteknar nokkrar leiðir til að hækka afurðaverð til bænda; til að mynda hagræðing í rekstri afurðastöðva, breytingu á framleiðslukerfinu og með því að koma á fót markaðsstöðugleikasjóði.

Í skýrslunni kemur fram að munurinn á skilaverði til íslenskra bænda og meðaltals í Evrópusambandinu sé um 350 krónur á kílóið fyrir árið 2019, sé tekið tillit til hlutfalla dilkakjöts og kjöts af fullorðnu í heildarframleiðslu og verðs á hvoru um sig.

Skýrslan var unnin af Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, en höfundar eru Jóhannes Sveinbjörnsson dósent og Daði Már Kristófersson aðstoðarrektor. Jóhannes kynnti skýrsluna.

Aðgerðaráætlun 

Meðal hagræðingaúræða fyrir afurðastöðvarnar, til lækkunar á sláturkostnaði, er fækkun sláturhúsa og hagræðing í rekstri. Slík hagræðing gæti lækkað sláturkostnað um 70–100 krónur á kílóið.

Geymslukostnaður, kostnaður við frystingu og fjármagnskostnaður birgða, er metinn stærsti kostnaðarliðurinn á þeim mun sem er á afurðastöðvastigi hér og víðast hvar annarsstaðar, eða 100–170 krónur á kílóið. Eina leiðin til að losna alveg við þennan kostnað er að selja allt kjöt ferskt, sem myndi fela í sér miklar breytingar á framleiðslukerfi sauðfjárbænda. Er lagt til að sá möguleiki verði skoðaður að dreifa slátrun nokkuð meira en nú er gert, til að ná fram raunverulegri hagræðingu hvað geymslukostnað varðar, einkum með því að auka við slátrun í ágúst og byrjun september. Ekki liggi fyrir mat á kostnaði sláturhúsanna við lengri rekstrartíma, en á móti honum þyrfti að meta möguleikana sem felist í hærra skilaverði fyrir ferskt kjöt en frosið.

Skýrsluhöfundar meta sem svo að það sem eftir er af þessum mun á skilaverði sé hægt að rekja til óstöðugs gengis krónunnar, eða á bilinu 200–300 krónur á kílóið. Bein áhrif á skilaverð bænda á árunum 2016–2020 er metið á 100–200 krónur á kílóið og um þriðjungur til fjórðungur þess er vegna gengisáhrifa á útflutningshlutann, sem sauðfjárræktin á Íslandi hefur ekki mikil áhrif á. Áhrif gengissveiflna á kostnað við innflutt aðföng eru talin jafna út þau áhrif að einhverju leyti.  

Þá eru eftir um 100 krónur á kílóið sem eru rakin til áhrifa gengisþróunar krónunnar, auk annarra þátta á erlendum mörkuðum, á innanlandsmarkaðinn fyrir kindakjöt. Markaðsstöðugleikasjóði og tengdum aðgerðum er ætlað að vinna á þessu vandamáli. Hugmynd skýrsluhöfunda með slíkum sjóði er að draga úr óvissu framleiðenda varðandi verð og/eða önnur markaðsskilyrði. Gjald er lagt á alla framleiðslu sem síðan er ráðstafað til að stuðla að stöðugleika, til dæmis með markaðsstarfi eða með stuðningi við eftirspurnarhvetjandi aðgerðir. 

Vegna þeirrar þröngu stöðu sem íslensk sauðfjárrækt er í, telja skýrsluhöfunar að nauðsynlegt sé að hið opinbera fjármagnaði sjóðinn að hluta í upphafi, til að tryggja nægilegt fjármagn sé í sjóðunum til að losa framleiðendur út út núverandi birgðastöðu. Sjóðurinn yrði í framhaldinu fjármagnaður af framlögum framleiðenda. 

Beinar aðgerðir

Útlistaðar eru 12 beinar aðgerðir sem lagt er til að teknar verða inn í áætlunina til að efla afkomu sauðfjárbænda:

  1. Hagtölusöfnun og afkomuvöktun sauðfjárbúa, samanber verkefni RML, þarf að festa varanlega í sessi og efla.
  2. Strax þarf að huga að endurskoðun sauðfjársamnings og rammasamnings sem fara á fram árið 2023. Sviðsmyndagreiningu stuðningsforma á borð við þá sem kynnt er í skýrslunni mætti útfæra mun nánar og nýta við þá vinnu.
  3. Átak í upplýsingasöfnun um vinnuþáttinn á búunum og samspil sauðfjárræktarinnar við aðrar tekjuöflunarleiðir bændanna væri mikilvæg undirstaða ákvarðana um fyrirkomulag býlisstuðnings, einnig til útreiknings á framleiðslukostnaði.
  4. Átak (rannsóknir, leiðbeiningar) til að bæta nýtingu á upplýsingum um jarðrækt og fóðuröflun mundi nýtast vel til að efla rekstur sauðfjárbúa og finna út hvernig landgreiðslum og jarðræktarstyrkjum verði beitt með skynsamlegum hætti til að ýta undir hagkvæma fóðuröflun og beit.
  5. Halda þarf áfram að leita leiða til hagræðingar í afurðastöðvageiranum, með það að markmiði að efla markaðsstarf og hækka skilaverð til bænda.
  6. Greina þarf möguleika á meiri slátrun í ágúst og fyrri hluta september, með það að markmiði að selja stærri hluta framleiðslunnar ferskan, bæði innanlands og ekki síður á erlendum mörkuðum. Niðurstöður eldri rannsókna má nýta ásamt því að gera nýjar í þessu skyni.
  7. Ríkisstuðningur greiddur út á ull þarf áfram að fela í sér hvata til hámörkunar á ullargæðum, en einnig þarf að halda áfram að leita leiða til að auka verðmætasköpun úr verðminni ullarflokkunum.
  8. Skráningu útfluttra kjötafurða eftir tollflokkum þarf að stórbæta. Slík vinna gæti farið saman við sambærilegar úrbætur varðandi innfluttar landbúnaðarafurðir.
  9. Innanlandsvog taki í kjölfar slíkra úrbóta til nákvæmari sundurgreiningar eftir skrokkhlutum bæði af dilkum og fullorðnu heldur en mögulegt er í dag.
  10. Mælaborð landbúnaðarins verði notað til að halda utan um útflutning eftir skrokkhlutum í þessum tilgangi.
  11. Stofnaður verði markaðsstöðugleikasjóður, sem viðhaldið er með gjaldi á alla framleiðslu sem síðan er ráðstafað til að stuðla að stöðugleika, t.d. með markaðsstarfi eða með stuðningi við eftirspurnarhvetjandi aðgerðir. Reglur markaðsstöðugleikasjóðs þurfa að tryggja með besta mögulega hætti að markmiðum hans sé náð.
  12. Nauðsynlegar lagabreytingar verði gerðar sem heimila afurðastöðvum samvinnu og verkaskiptingu í vinnslu og sölu á þeim hluta framleiðslunnar sem fluttur er út. Þessar lagabreytingar gætu varðað markaðsstöðugleikasjóð, tollflokkaskráningu, innanlandsvog, gagnasöfnun um útflutning og fleira er þessum málum kann að tengjast í lagalegu tilliti. Markmið slíkra lagabreytinga ætti að vera meiri stöðugleiki, bæði í afkomu bænda og verði til neytenda.

Umfjöllunin hefur verið uppfærð

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...