Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Hér má sjá sýnishorn af þeim bekkjum sem á að setja niður við Mývatn á næstu dögum. Þeir eru frá Steinsmiðju Akureyrar.
Hér má sjá sýnishorn af þeim bekkjum sem á að setja niður við Mývatn á næstu dögum. Þeir eru frá Steinsmiðju Akureyrar.
Mynd / Steinsmiðja Akureyrar
Fréttir 4. júlí 2023

Bekkir umhverfis Mývatn

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Félag eldri Mývetninga hyggst setja upp bekki á fyrirhuguðum göngu- og hjólastíg umhverfis Mývatn en búið er að leggja um 5 km af honum nú þegar.

Hjóla- og gönguleiðin, alls um 36 km löng, á að gera fólki sem velur þann ferðamáta kleift að fara umhverfis vatnið með öruggum hætti en oft og tíðum eru malarvegirnir þröngir og taka illa við mikilli umferð akandi, hjólandi og gangandi. Bekkirnir sem Félag eldri Mývetninga safnar nú fé til að kaupa eru framleiddir hjá Steinsmiðju Akureyrar og er markmiðið að fyrirtæki og einstaklingar kaupi bekki sem verða þá merktir viðkomandi og þeir settir með reglulegu millibili umhverfis vatnið. Tólf bekkir hafa þegar verið pantaðir og verið að koma þeim fyrstu fyrir þessa dagana. Ásdís Illugadóttir í Reykjahlíð heldur utan um verkefnið fyrir hönd félagsins og segist ánægð með viðbrögðin. Hún upplýsir að þegar sé búið að ganga frá um 5 km af stígnum með bundnu slitlagi, frá Reykjahlíð að Geiteyjarströnd og undirbyggja næstu 10 km langleiðina að Skútustöðum. Vegagerðin greiði 80% kostnaðar við stíginn en sveitarfélagið Þingeyjarsveit 20%.

„Við í Félagi eldri Mývetninga hófum átakið með því að gefa tvo bekki á stíginn,“ segir Ásdís. „Við skrifuðum m.a. fyrirtækjum í Mývatnssveit beiðni um að styrkja verkefnið.“ Hún segir um langtímaverkefni að ræða og fleiri bekki vanti til að setja á þá 15 km af stígnum sem séu þegar í augsýn og svo áfram allan hringinn.

Skylt efni: Mývatn

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...