Bekkir umhverfis Mývatn
Félag eldri Mývetninga hyggst setja upp bekki á fyrirhuguðum göngu- og hjólastíg umhverfis Mývatn en búið er að leggja um 5 km af honum nú þegar.
Félag eldri Mývetninga hyggst setja upp bekki á fyrirhuguðum göngu- og hjólastíg umhverfis Mývatn en búið er að leggja um 5 km af honum nú þegar.
Hálf öld er liðin frá því að Miðkvíslarstífla var sprengd. Miðkvísl er ein þriggja kvísla Laxár þar sem áin fellur úr Mývatni. Hópur manna í sveitinni tók sig til, þann 25. ágúst árið 1970, og sprengdi stífluna með dýnamíti eftir deilur um hvort nýta bæri Mývatns- og Laxársvæðið til raforkuframleiðslu.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra rituðu á dögunum, ásamt fulltrúum Skútustaðahrepps og fulltrúa Landgræðslu ríkisins, undir viljayfirlýsingu um samstarf við úrbætur í fráveitumálum við Mývatn.
Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, hefur skorað á umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttur, að semja við sveitarstjórn Skútustaðahrepps um framkvæmdir og fjármögnun fráveitumála í sveitinni.
Aðalfundur Veiðifélags Laxár og Krákár, haldinn í Rauðhólum í Laxárdal 30. apríl 2016, skorar á yfirvöld umhverfismála, bæði á landsvísu og á sveitarstjórnarstigi, að bregðast við því alvarlega ástandi sem lýst hefur verið í lífríki Laxár og Mývatns í Suður-Þingeyjarsýslu.