Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samið verði um framkvæmdir og fjármögnun fráveitumála
Mynd / BBL
Fréttir 8. maí 2017

Samið verði um framkvæmdir og fjármögnun fráveitumála

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, hefur skorað á umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttur, að semja við sveitarstjórn Skútustaðahrepps um framkvæmdir og fjármögnun fráveitumála í sveitinni. 
 
Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Fjöreggs fyrr í þessum mánuði er jafnframt bent á að brýnt sé að tryggja fé og aðstöðu til að bæta vöktun og efla rannsóknir á verndarsvæðinu. 
 
Markmið Fjöreggs eru verndun náttúru og umhverfis Mývatnssveitar, sjálfbær umgengni sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja. 
 
Félagið vinnur að mark­­miðum sínum með fræðslu, hvatn­ingu og umræðu um náttúru­­verndar­mál. 
 
Fyrsta málþing Fjöreggs var um fráveitumál en einnig hafa verið haldin málþing um jarðvarmavirkjanir og sambýli ferðamanna og íbúa í sveitinni, auk fjölda fræðslufunda um lífríkið og ástand þess, aðkomu almennings að skipulagsmálum og fleiri mál tengd markmiðum félagsins. 

Skylt efni: Fjöregg | Mývatn

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...