Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Dr. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland í Sveitarfélaginu Vogum.
Dr. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland í Sveitarfélaginu Vogum.
Fréttir 4. júní 2021

Benchmark Genetics byggir nýtt og stærra hrognahús með 10 þúsund eldiskerjum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrirtækið Benchmark Genetics Iceland, sem áður hét Stofnfiskur, mun auka framleiðslugetu sína á laxahrognum umtalsvert með byggingu á nýju og stærra hrogna­húsi við laxeldisstöð sína í  Sveitarfélaginu Vogunum á Reykja­nesi.

Nýja hrognahúsið verður formlega tekið í notkun í haust en fyrstu hrognin verða lögð inn um miðjan júní næstkomandi. Gert er ráð fyrir að framleiðslugeta nýja hússins verði yfir 300 milljónir laxahrogna á ári. Húsið hefur risið hratt þar sem fyrsta skóflustungan var tekin í nóvember síðastliðinn. Búið er að steypa sökklana og næst rísa veggirnir. Nýja hrognahúsið mun vera með 10.000 fimm lítra eldisker sem hver fyrir sig þroskar hrogn undan einni hrygnu. Þetta kerfi mun tryggja góð hrognagæði.

„Nýja húsið tryggir að hin vinsælu kynbættu laxahrogn fyrirtækisins verði að bestu gæðum svo og ein heilbrigðustu hrogn í heiminum í dag sem hægt er að afhenda allar vikur ársins úti um allan heim. Undanfarin misseri hefur áhugi á laxeldi á landi aukist gífurlega og erum við að búa okkur undir að geta annað eftirspurn á þeim markaði úti um allan heim,“ segir dr. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri „Benchmark Genetics Iceland.

Tölvugerð mynd af hrognahúsinu innandyra en 10 þúsund eldisker verða í nýja húsinu.

Skylt efni: Benchmark Genetics

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...