Benjy hólpinn og rómantík í loftinu
Eins og greint var frá í Bændablaðinu fyrir skömmu átti að slátra tuddanum Benjy eftir að í ljós kom að hann hefur meiri áhuga á öðrum tuddum en kvígunum sem hann átti að kelfa.
Í framhaldi af fréttum um samkynhneigð tuddans fór að stað söfnun til að forða honum frá slátrun og í stað þess að enda sem hamborgari gæti hann eytt ævinni í sveitasælu á athvarfi fyrir dýr.
Fyrir nokkrum dögum var Benjy fluttur frá Írlandi á sitt nýja heimili sem heitir Hillside Animal Sanctuary og er í Norfolk á Bretlandi. Sögur herma að rómantíkin hafi blasað við Benjy strax efir að hann kom á nýja heimilið og hitti þar ársgamlan tudda sem kallast Alex.