Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Biðlað til stjórnvalda
Fréttir 20. október 2023

Biðlað til stjórnvalda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis 12. október þar sem slæm fjárhagsstaða bænda var til umræðu.

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar. Mynd / Alþingi

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður nefndarinnar og þingmaður Framsóknarflokks, segir fundinn hafa verið góðan. „Fulltrúarnir komu til fundar við okkur með skýr skilaboð um þessa alvarlegu stöðu. Þau óskuðu eftir því að tilteknar leiðir yrðu lagðar fram af stjórnvöldum; hvað væri í raun í boði til að leysa erfiðasta vandann,“ segir Þórarinn Ingi.

Ekki bein fjárútlát í boði

Hann segir ljóst að málið fari úr atvinnuveganefnd til umfjöllunar í nokkrum ráðuneytum áður en endanlega verður ljóst hvaða úrræði verða í boði. Hann býst ekki við að um bein fjárútlát verði að ræða, til dæmis í gegnum búvörusamninga, heldur verði reynt að finna önnur úrræði. „Kannski eru möguleikar á breytingum á lánafyrirkomulagi; mögulega með aðkomu Byggðastofnunar – við erum með marga bolta á lofti.

Það er þó á hreinu að engin ein leið dugar til, við þurfum að skoða ýmsar aðgerðir. Til dæmis er tollverndin hriplek og svo er fjármagnskostnaðurinn að sliga landbúnaðinn. Kynning þeirra var mjög góð og skilmerkileg og ég heyri hér innan atvinnuveganefndar að það skilar því að menn ganga með opnum huga til verkefnisins,“ segir Þórarinn Ingi.

Fundir fram undan með ráðherrum fjármála og matvæla

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að farið hafi verið yfir hina alvarlegu stöðu bænda á rekstrarlegum forsendum. „Viðbrögðin voru jákvæð en hvað verður um efndir er erfitt að segja. Við munum funda með fjárlaganefnd á föstudaginn og fara yfir stöðuna.

Jafnframt er fyrirhugað að funda með ráðherrum fjármála og matvæla, vonandi á fimmtudag. Hver árangur verður er erfitt að segja en við höfum ítrekað að vandinn vegna aukins rekstrarkostnaðar, sem viðurkenndur var á síðastliðnu ári, hefur ekki breyst.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...