Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bjargráðasjóður fær 500 milljónir vegna kal- og girðingatjóna
Mynd / Bbl
Fréttir 27. nóvember 2020

Bjargráðasjóður fær 500 milljónir vegna kal- og girðingatjóna

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun bæta 500 milljónum króna við Bjargráðasjóð vegna kal- og girðingatjóna síðasta vetur. 

Það mun þó ekki nægja til að bæta allt tjón frá síðastliðnum vetri, sem var óvenju mikið. Samanlagt tjón er metið á 960 milljónir króna, 800 milljón króna kaltjón og 160 milljón króna girðingatjón, og fyrir í Bjargráðasjóði voru um 200 milljónir króna.

Kristján sagði í svari við fyrirspurn Þórunnar Egilsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins á Alþingi í byrjun október að hann ætlaði að beina því til þingsins við meðferð fjárlaga að öllum óskum um bætur yrði mætt. 

Bjargráðasjóður er í dag sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins en var til ársins 2016 að jöfnu í sameign ríkisins og Bændasamtaka Íslands. Bjargráðasjóður starfar sam­kvæmt lög­um nr. 49/2009 og er sjálf­stæð stofn­un í eigu rík­is­ins. Hlut­verk hans er að veita ein­stak­ling­um og fé­lög­um fjár­hagsaðstoð til að bæta meiri­hátt­ar beint tjón af völd­um nátt­úru­ham­fara, meðal ann­ars vegna tjóns á girðing­um og vegna upp­skeru­brests af völd­um óvenju­legra kulda, þurrka og kals.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...