Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Blóðtaka úr hryssum
Fréttir 12. október 2023

Blóðtaka úr hryssum

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt að blóðtaka úr fylfullum hryssum skuli falla undir reglugerð um vernd dýra sem notuð er í vísindaskyni, nr. 460/2017, og er innleiðing á samnefndri Evrópureglugerð.

Sérstök reglugerð sem sett var um blóðtöku í hryssum á síðasta ári, nr. 900/2022, verður felld úr gildi frá og með 1. nóvember nk. Eftirlitsstofnun EFTA metur það svo að blóðtaka úr hryssum sé vísindaleg starfsemi og því samræmist það ekki gildandi EES samningi að hún sé framkvæmd á öðrum grundvelli.

Reglugerð um vernd dýra

Í reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni er kveðið á um að m.a. skuli stuðla að takmörkun á notkun dýra í vísinda- og menntunarskyni, stuðla skuli að velferð og virðingu fyrir dýrum sem notuð eru í slíkum tilgangi, og að tryggja að dýr sem notuð eru í slíkum tilgangi séu ekki látin sæta óþarfa álagi.

Íslensk stjórnvöld höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að blóðtaka úr fylfullum hryssum væri ekki í vísindaskyni, heldur framleiðsluskyni, og félli því ekki undir framangreinda reglugerð. Því var sett sérstök íslensk reglugerð, nr. 900/2022, um blóðtöku í hryssum. Þar er kveðið á um að tryggja skuli velferð og heilbrigði allra hryssna sem nýttar eru í blóðtöku, folalda þeirra og stóðhesta sem notaðir eru til fyljunar þeirra, það verði gert með góðri meðferð, umhirðu og aðbúnaði. Leitast skal við að hrossin geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli eins og framast er kostur.

Formkröfur breytast

Sigríður Björnsdóttir, sérgreina- dýralæknir hrossa hjá Matvæla- stofnun, útskýrir að reglugerð nr. 900/2022, sem nú fellur úr gildi, hafi tekið á þeim frávikum sem komið hafa fram í starfseminni. Reglugerðin hafi verið sett með þarfir hrossa, í þessari tilteknu starfsemi, að leiðarljósi. „Ég tel að það hafi verið framför þegar hún var sett og mun sakna hennar. En það er líka hægt að tryggja velferð hryssnanna á grundvelli reglugerðar um vernd dýra sem notuð eru í tilraunaskyni,“ segir Sigríður.

Í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu er greint frá því að þessar breytingar feli í sér að formkröfur til ákveðinna þátta starfseminnar munu breytast, til dæmis varðandi starfsleyfi sem Matvælastofnun annast. Í reglugerðinni er tekið fram að allir ræktendur, birgjar og notendur skulu hafa starfsleyfi frá Matvælastofnun og vera skráðir hjá henni. Einungis má gefa út starfsleyfi ef ræktandinn, birgirinn eða notandinn og starfsstöð hans uppfylla kröfur reglugerðarinnar.

Í reglugerðinni er einnig kveðið á um að samantekt um tilraunina skal vera auðskilin og innihaldi upplýsingar um markmið, þann skaða sem reiknað er með að dýrunum verði valdið, vísindalegan og samfélagslegan ávinning, fjölda dýra og hvernig kröfum um stað- göngu, fækkun og mildun skuli fullnægt. Fordæmi eru þó fyrir því að leyfi séu veitt fyrir starfsemi í framleiðsluskyni undir reglugerð um verndun dýra í vísindaskyni.

Ræktendur þurfa leyfi

Sigríður útskýrir að breytingin sé t.d. sú að ræktendur hrossanna þurfi leyfi fyrir hrossahaldinu, en hrossahaldið þarf að uppfylla reglugerð um velferð hrossa, eins og alltaf hefur verið krafa um.

„Matvælastofnun hefur áður gefið leyfi til blóðtöku úr hryssum á grundvelli reglugerðarinnar um verndun dýra í vísindaskyni og því er ekkert fyrir fram sem útilokar að slíkt leyfi verði veitt að nýju,“ segir Sigríður.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...