Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Með nýjum verklagsreglum er heimilt að flytja lömb með fleiri mögulega verndandi arfgerðir frá ósýktum riðuhólfum.
Með nýjum verklagsreglum er heimilt að flytja lömb með fleiri mögulega verndandi arfgerðir frá ósýktum riðuhólfum.
Mynd / smh
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðu.

Í breytingunum felst að nú má flytja lömb með fleiri mögulega verndandi arfgerðir frá ósýktum riðuhólfum.

Nú er heimilt að flytja lömb yfir varnarlínur inn í riðuhólf með eftirtaldar arfgerðir; verndandi arfgerðina ARR/x (ef x er ekki VRQ) og mögulega verndandi arfgerðirnar: T137/x (ef x er ekki VRQ), AHQ/ AHQ, AHQ/C151 eða C151/C151.

Sömu reglur munu gilda fyrir svæði innan riðuhólfs, þar sem meira en sjö ár eru liðin frá síðasta riðutilfelli.

Óheimill flutningur frá riðuhólfum

Einnig hafa verið gerðar breytingar hvað varðar flutninga frá svæðum innan riðuhólfs þar sem riða hefur greinst á síðustu sjö árum. Þaðan er óheimilt að flytja lömb nema hrúta á sæðingastöðvar að því tilskildu að þeir séu með arfgerðir ARR/x (ef x er ekki VRQ).

Frá riðubæjum er ekki heimilt að flytja lömb fyrstu tvö árin eftir niðurskurð. Eftir það er leyfilegt að flytja ARR/ARR hrúta milli riðubæja í sama hólfi.

Sérstök eyðublöð um sölu og kaup

Vísar Matvælastofnun á Þjónustugátt Matvælastofnunar varðandi umsóknareyðublöð, þar sem finna megi sérstök eyðublöð til að sækja um sölu og kaup á lömbum með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir.

Nánari upplýsingar um hinar nýju verklagsreglur má finna í gegnum vef Matvælastofnunar, undir „Bændur/Sauðfé og geitur“.

Samkvæmt tilkynningu Matvælastofnunar halda almenn umsóknareyðublöð sér lítið breytt fyrir verslun með lömb af líflambasölusvæðum og þau megi einnig finna í Þjónustugáttinni.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...