Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Birna G. Ásbjörnsdóttir hefur á undanförnum áratugum fengist við næringarráðgjöf og fræðslu en meltingarvegurinn og þarmaflóran hefur verið þungamiðja rannsókna hennar í næringarlæknisfræði.
Birna G. Ásbjörnsdóttir hefur á undanförnum áratugum fengist við næringarráðgjöf og fræðslu en meltingarvegurinn og þarmaflóran hefur verið þungamiðja rannsókna hennar í næringarlæknisfræði.
Mynd / ghp
Líf og starf 12. júní 2023

Broddmjólk og mysuprótein undirstaða bætiefnis

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fyrirtæki hjónanna Birnu Guðrúnar Ásbjörnsdóttur og Guðmundar Ármanns Péturssonar, Jörth, hlaut á dögunum tæplega 20 milljón króna styrk úr Matvælasjóði fyrir verkefni sem miðar að því að hagnýta mysuprótein með íblöndun góðgerla.

Vonast Birna til að úr því þróist ný afurð undir merkjum Jörth sem hefur að undanförnu auglýst sína fyrstu vöru á markaði, bætiefnið Abdom 1.0, sem unnið er úr broddmjólk mjólkurkúa.

Broddmjólk hefur verið hjónunum hugleikin í áraraðir. „Ég ólst upp við að fá ábrysti og við hjónin höfum vanið okkur á að drekka hana beint,“ segir Birna en út frá samtali þeirra um heilsusamleg áhrif neyslu hennar varð til hugmynd að vöru.

Eftir sjö ára vegferð kom bætiefnið Abdom 1.0 síðan á markað í mars síðastliðnum. Það er að uppistöðu unnið úr broddmjólk úr Gunnbjarnarholti. „Mjólkinni er safnað, hún gerilsneydd, gerjuð og frostþurrkuð, við hana er svo bætt sérhannaðri míkróhjúpaðri góðgerlablöndu, hún svo sett í hylki í GMP vottaðri framleiðslu,“ segir Birna. Viðtökur hafi verði góðar. „Við erum ekki í massaframleiðslu því við erum að vinna úr takmörkuðum hráefnum og seljum eingöngu beint í gegnum netverslun á heimasíðu Jörth.“

Birna hefur á undanförnum áratugum fengist við næringarráðgjöf og fræðslu en meltingarvegurinn og þarmaflóran hefur verið þungamiðja rannsókna hennar í næringarlæknisfræði. „Ég er iðulega spurð að því hvað hægt er að taka inn til að bæta þarma- flóruna. Mataræðið er alltaf númer eitt, tvö og tíu. En ég hef þó alltaf verið að leita að góðu bætiefni.“

Broddmjólkin komi þar sterk inn enda innihaldi hún æskilega næringu og vörn fyrir afkvæmið fyrst um sinn. Í broddmjólk er fita, hátt próteinhlutfall, kolvetni og hún er rík af steinefnum og vítamínum.

Birna segir broddmjólk ekki nýtta í dag á sama hátt og áður. „Kálfurinn fær nægju sína en nýting á umfram broddmjólk sem kýrin framleiðir er lítil enda hefur neysla ábrysta minnkað. Við sáum tækifæri í að nýta þessa vannýttu auðlind.“

Gerjuð matvæli mikilvæg

Með rannsóknum og vísindum er í auknum mæli farið að tengja ýmsa sjúkdóma við mataræði með því að horfa á heilsuna í gegnum þarmaflóruna og meltingarveginn. Einn af lykilþáttum góðrar þarmaflóru er neysla gerjaðrar næringar.

„Við ættum í raun að vera að fá í okkur gerla og gerjaðar afurðir alla daga en við erum almennt ekki að því lengur því mataræði hefur breyst í gegnum tíðina.

Áður fyrr gerjuðum við matvæli til að auka geymslutíma en í dag erum við með ísskápa og pakkamat og þannig hefur þörfin fyrir gerjun matvæla minnkað. Við hugsuðum því bætiefnið einnig út frá því, það er gerjuð afurð sem dekkar þá neyslu fyrir nútímamanneskjuna,“ segir Birna.

Næsta vara á dagskrá Birnu og Guðmundar inniheldur mysuprótein. „Í dag er mikið af mysupróteinum flutt úr landi og nýtt í líkamsræktariðnaðinn, enda er þetta góður og hollur próteingjafi fyrir líkamann. Það liggja tækifæri í því að nýta þessa afurð á nýjan hátt hérlendis, vinna próteinin og blanda þau gerlum, líkt og við erum að gera með broddmjólkina, til að ná fram ákveðinni virkni.“

Hún segir styrki frá Matvælasjóði breyta öllu í vöruþróunarferlum líkt og þessum. „Styrkurinn gerir okkur kleift að komast upp úr holunni og ráðast í verkefnin. Það styttir leiðina að eiginlegri vöruframleiðslu,“ segir Birna, en þau hlutu sams konar styrk fyrir þróun Abdom 1.0 árið 2021.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...