Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Brúnegg óska eftir gjaldþrotameðferð
Fréttir 3. mars 2017

Brúnegg óska eftir gjaldþrotameðferð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eigendur Brúneggja ehf. hafa óskað eftir því að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotameðferðar.

Í tilkynningu frá brúneggjum segir að nær öll eggjasala fyrirtækisins hafi stöðvaðist strax eftir að Kastljós RÚV fjallaði um starfsemina 28. nóvember síðast liðinn.

„Tilraunir til að rétta hlut fyrirtækisins í óvæginni umfjöllun dagana á eftir báru ekki árangur og við blasti fljótlega að lífróður eigendanna myndi ekki duga til að halda fyrirtækinu gangandi nema í takmarkaðan tíma.

Enginn atvinnurekstur þolir það að missa nær allar tekjur sínar svo að segja á einni nóttu en sitja eftir með tilheyrandi kostnað og útgjöld.

Öllu starfsfólki fyrirtækisins var sagt upp og þrátt fyrir að starfsstöðvar þess væru allar með fullt starfsleyfi frá Matvælastofnun var ákveðið að leggja niður starfsemi á Teigi og í Silfurhöll í Mosfellsbæ í janúar sl. Aðstæður í gömlu fuglahúsunum þar gerðu mönnum erfitt fyrir með að uppfylla viðmið um loftgæði sem kveðið er á um í reglugerð um dýravelferð frá 2015.

Eigendur Brúneggja harma þá vankanta í starfseminni sem fundið hefur verið að á liðnum misserum en harma ekki síður að þessi verði endalok fyrirtækisins.

Nú er mál að linni.“

Skylt efni: Brúnegg | gjaldþrot

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...