Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Búfjárrækt ekki eins stórskaðleg fyrir hlýnun jarðar og fullyrt hefur verið
Mynd / smh
Fréttir 13. desember 2018

Búfjárrækt ekki eins stórskaðleg fyrir hlýnun jarðar og fullyrt hefur verið

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Losun á metangasi frá búfé er ekki eins mikill áhrifavaldur á hlýnun loftslags eins og haldið hefur verið fram. Endurskoðun vísindamanna í Oxford á aðferðarfræði við útreikninga á áhrifum metangass sem gróðurhúsalofttegundar benda til að útreikningar til þessa kunni að hafa afvegaleitt umræðuna.
 
Þetta kom m.a. fram í samantekt sem kynnt var í júlí á þessu ári hjá Oxford Martin School-rannsóknamiðstöðinni við Háskólann í Oxford. 
 
Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) hefur sagt að landbúnaður sé valdur að 18% losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Þar sé nautgriparækt aðalsökudólgurinn og mest vegna losunar á metangasi úr meltingarvegi dýranna. Það samsvari losun á tveim milljörðum tonna af koltvísýringi á ári. 
 
Í þessum tölum WHO og flestra  annarra sem um gróðurhúsaáhrif hafa fjallað á umliðnum árum er ekki minnst á að metangas eyðist í andrúmsloftinu um 10% á hverjum 30 árum, eða um -0,3% á ári. Þá helmingast það á um 200 árum og veldur því engum viðbótaráhrifum til hlýnunar með uppsöfnun í lofthjúpnum, samkvæmt niðurstöðum vísindamanna í Oxford.  
 
Margfeldisáhrif metans sagt allt frá 21 upp í 84
 
Oft er talað um að margfeldisáhrif metans í samanburði við koltvísýring sé 21-falt. Umhverfisstofnun á Íslandi hefur t.d. sagt að margfeldisáhrifin séu 25-föld á við CO2. 
 
Í samantekt Oxford-háskóla kemur fram að losun metans (CH4) komi sem hliðarafurð af meltingu og gerjun og úr mykju. Hvert mólikúl metans hafi vissulega meiri hlýnunaráhrif  en koltvísýringsmólikúl CO2, en líftími þessara lofttegunda sé mjög ólíkur. Áhrif metans og blöndun þess í lofthjúpnum sé gjörólíkt því sem gerist varðandi koltvísýring. 
 
Í úttektinni segir að oft sé miðað við að eitt tonn af metani samsvari 28 tonnum af CO2 miðað við upphitunarstuðul og100 ára mögulega loftslagshlýnun (the 100-year Global Warming Potential - GWP100). Þá sé líka stundum notað viðmiðið GWP20, en þar samsvarar eitt tonn af metangasi 84 tonnum af CO2. Það er því engin furða að tölur séu mjög á reiki og misvísandi í umræðunni um hlýnun loftslags. 
 
Ekki gert ráð fyrir ólíkum eiginleikum metans og koltvísýrings
 
Vísindamennirnir í Oxford segja að viðtekin framsetning á GWP upphitunarstuðlinum sé röng. Hún geri ekki ráð fyrir að samdráttur í losun á metani geti lækkað hitastig á heimsvísu. Segja þeir að hvorki GWP100 viðmiðuninni né GWP20 geri ráð fyrir mjög mismunandi hegðun metans og koltvísýrings í lofthjúpnum. 
 
Þeir benda á að þegar tillit er tekið til samspils útstreymis metans og skammlífis þeirrar lofttegundar í andrúmsloftinu, endurspegli það mun nákvæmari niðurstöður en áður hefur verið gengið út frá. Í niðurstöðum úttektarinnar í Oxford segir:
  • „Hefðbundin skilgreining á mögulegri loftslagshlýnun (Global Warming Potential – GWP) getur verið villandi  þegar kemur að losun á metangasi. Endurbætt skilgreining á GWP mæligildum hefur verið túlkuð á nýjan hátt og gefur nú nákvæmari vísbendingar um áhrif skammlífra lofttegunda á hitastigið á jörðinni. 
  • Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir búfjárrækt
  • Losun á metani út í andrúmsloftið í fortíðinni hafði hlýnunaráhrif meðan metanið var til staðar. Stöðug metanlosun hefur hins vegar lítil áhrif í átt til aukinnar hlýnunar. Hvert tonn af koltvísýringi CO2 sem losað er hefur aftur á móti áhrif til hlýnunar í samræmi við það magn CO2 sem losað er.
  • Metangas eyðist í andrúms­loftinu um 10% á hverjum 30 árum og helmingast á um 200 árum og veldur þá engum viðbótaráhrifum til hlýnunar. 
  • Hraðari  losun metans leiðir hins vegar til kælingar á lofthita og gefur landbúnaði tækifæri til að hægja á áhrifum CO2 mengunar. Samfara því er samt mikilvægt að koma nettó losun CO2 og nituroxíðs í jafnvægi á heimsvísu til lengri tíma litið.“
  • Aukin metanlosun veldur mjög mikilli hlýnun og jafngildir mjög mikilli losun koltvísýrings – en aðeins þegar þessi aukning er að eiga sér stað.“
Samkvæmt niðurstöðum vísinda­mannanna  hafa fullyrðingar um margföld áhrif metans á myndun gróðurhúsaloftslags ekki tekið tillit til skammlífis þessarar lofttegundar í andrúmsloftinu. Það getur valdið mikilli skekkju í öllum niðurstöðum. Samkvæmt því standast væntanlega ekki heldur alhæfingar um svo og svo mikla skaðsemi búfjárræktar fyrir loftslagið á jörðinni til lengri tíma litið.   
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...