Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ráðherra í pontu á afmælisfundi Matvælastofnunar í dag.
Ráðherra í pontu á afmælisfundi Matvælastofnunar í dag.
Mynd / smh
Fréttir 23. nóvember 2018

Búnaðarstofa færist frá Matvælastofnun til ráðuneytisins

Höfundur: smh

Matvælastofnun fagnar tíu ára afmæli á þessu ári og blés af því tilefni til opins fundar í dag á Grand hótel undir yfirskriftinni Þróun og framtíð eftirlits. Í ræðu Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í lok fundar kom fram að ákveðið hefði verið að færa Búnaðarstofu undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Ráðherra sagði í ræðu sinni í dag að þetta væri liður í áætlun hans í því að styrkja landbúnaðarhluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Undirbúningur fyrir það verk væri þegar hafinn.

Búnaðarstofa var stofnuð árið 2015 þegar stjórnsýsluverkefni sem voru á hendi Bændasamtaka Íslands, meðal annars útdeiling beingreiðslu og styrkja frá ríki til greina landbúnaðarins, færðist til Matvælastofnunar.

Hún fer nú með stjórnsýsluverkefni í tengslum við búvörusamninga og rammasamning ríkis og bænda í samræmi við búvöru- og búnaðarlög. Hún annast fag- og fjárhagslega framkvæmd verkefna á sviði landbúnaðar sem snúa að framkvæmd á stjórnvaldsákvörðunum um opinberar greiðslur til bænda, útreikningi, afgreiðslu og eftirliti með framkvæmd þeirra. Skrifstofan heldur utan um skrá um handhafa beingreiðslna og greiðslumark mjólkur og sauðfjárafurða auk þess að sjá um greiðslur til bænda samkvæmt samningum um starfsskilyrði í mjólkur-, sauðfjár- og grænmetisframleiðslu. Það sama á við um umsýslu og úthlutun vatnsveitustyrkja á lögbýlum. Skrifstofan fer einnig með verkefni við öflun hagtalna og upplýsinga um fóðurbirgðir á býlum. Þá safnar hún upplýsingum og birtir árlega skýrslu um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu og gerir áætlanir um framleiðslu og sölu búvara. Þá heldur skrifstofan utan um hjarðbækur.

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...