Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ráðherra í pontu á afmælisfundi Matvælastofnunar í dag.
Ráðherra í pontu á afmælisfundi Matvælastofnunar í dag.
Mynd / smh
Fréttir 23. nóvember 2018

Búnaðarstofa færist frá Matvælastofnun til ráðuneytisins

Höfundur: smh

Matvælastofnun fagnar tíu ára afmæli á þessu ári og blés af því tilefni til opins fundar í dag á Grand hótel undir yfirskriftinni Þróun og framtíð eftirlits. Í ræðu Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í lok fundar kom fram að ákveðið hefði verið að færa Búnaðarstofu undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Ráðherra sagði í ræðu sinni í dag að þetta væri liður í áætlun hans í því að styrkja landbúnaðarhluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Undirbúningur fyrir það verk væri þegar hafinn.

Búnaðarstofa var stofnuð árið 2015 þegar stjórnsýsluverkefni sem voru á hendi Bændasamtaka Íslands, meðal annars útdeiling beingreiðslu og styrkja frá ríki til greina landbúnaðarins, færðist til Matvælastofnunar.

Hún fer nú með stjórnsýsluverkefni í tengslum við búvörusamninga og rammasamning ríkis og bænda í samræmi við búvöru- og búnaðarlög. Hún annast fag- og fjárhagslega framkvæmd verkefna á sviði landbúnaðar sem snúa að framkvæmd á stjórnvaldsákvörðunum um opinberar greiðslur til bænda, útreikningi, afgreiðslu og eftirliti með framkvæmd þeirra. Skrifstofan heldur utan um skrá um handhafa beingreiðslna og greiðslumark mjólkur og sauðfjárafurða auk þess að sjá um greiðslur til bænda samkvæmt samningum um starfsskilyrði í mjólkur-, sauðfjár- og grænmetisframleiðslu. Það sama á við um umsýslu og úthlutun vatnsveitustyrkja á lögbýlum. Skrifstofan fer einnig með verkefni við öflun hagtalna og upplýsinga um fóðurbirgðir á býlum. Þá safnar hún upplýsingum og birtir árlega skýrslu um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu og gerir áætlanir um framleiðslu og sölu búvara. Þá heldur skrifstofan utan um hjarðbækur.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...