Hér má sjá eina af dráttarvélunum á dagatalinu, Zetor 25A, árgerð 1960.
Hér má sjá eina af dráttarvélunum á dagatalinu, Zetor 25A, árgerð 1960.
Mynd / Gunnar Jónsson
Fréttir 23. desember 2024

Gamlir Zetorar á nýju dagatali

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fallegar myndir af Zetor-dráttarvélum á Íslandi frá síðustu öld prýða nýtt dagatal Búsögu, búnaðarsögusafns Eyjafjarðar á bænum Saurbæ.

Sigurður Steingrímsson, formaður fimm manna stjórnar Búsögu, með nýja dagatalið fyrir árið 2025, sem hefur gengið mjög vel að selja. Myndir/Aðsendar

Heiðurinn af dagatalinu á formaður stjórnar Búsögu, Sigurður Steingrímsson, sem naut aðstoðar góðs fólks við gerð dagatalsins. „Þetta er dagatal til að hengja upp á vegg. Auk mynda og fræðslu um Zetor-dráttarvélar, sem tengjast myndunum í hverjum mánuði, og almennrar fræðslu um þema dagatalsins, koma fram í dagatalinu helstu hátíðisdagar. Einnig eru upphafsdagar gömlu mánaðanna birtir, en þeir sjást nú æ sjaldnar,“ segir Sigurður.

Búsaga er áhugamannafélag, sem var stofnað árið 2011 en byggði á eldri félagsskap um varðveislu dráttarvéla. Markmið félagsins eru meðal annars að hvetja bændur og aðra til að farga ekki munum í þeirra eigu sem kunna að hafa varðveislugildi með tilliti til búnaðarsögunnar.

Auk þess að leitast við að varðveita safngripi sem félaginu eru afhentir og safnið telur hafa varðveislugildi og ekki síður að standa fyrir sýningum eða kynningum á safngripum.

„Búsaga er með aðstöðu í útihúsum að Saurbæ í Eyjafjarðarsveit samkvæmt samingi við sveitarfélagið. Húsnæðið var mjög illa farið þegar Búsaga flutti starfsemi sína þangað, hélt hvorki vatni né vindi. Margir félagar í Búsögu hafa unnið gríðar- mikið sjálfboðastarf við endurbætur á húsnæðinu og notið stuðnings og velvildar sveitarfélagsins, verktaka og fyrirtækja í Eyjafirði, sem allir eru mjög þakklátir fyrir,“ segir Sigurður.

Nýja dagatalið, sem kostar 3.000 krónur, er hægt að panta í gegnum netfangið busaga@simnet. is og í síma 894-9330 eða með skilaboðum á Facebook (Búsaga – búnaðarsögusafn Eyjafjarðar).

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...