Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Kúabúið og rjómabúið á Erpsstöðum í Dölum hefur verið rekið sem tvær einingar.
Kúabúið og rjómabúið á Erpsstöðum í Dölum hefur verið rekið sem tvær einingar.
Mynd / smh
Fréttir 31. janúar 2024

Búreksturinn aldrei gengið eins vel en tímabært að hætta

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Kúa- og rjómabúið á Erpsstöðum í Dölunum er til sölu.

„Það hefur ekkert áþreifanlegt komið út úr þessu söluferli enn þá, en við settum búið formlega á sölu í nóvember,“ segir Helga Elínborg Guðmundsdóttir, sem rekur Erpsstaðabúið ásamt manni sínum, Þorgrími Einari Guðbjartssyni.

Rjómabúið í sérstöku félagi

„Við höfum fengið talsvert af fyrirspurnum en það hefur ekkert komið út út því. Við eigum von á því að salan taki tíma, þetta er kannski ekki alveg venjulegt kúabú, en við erum alveg opin fyrir ýmsum útfærslum á sölunni – til dæmis að selja bara kúabúið en undanskilja rjómabúið. Þetta er alls ekkert stórt bú, en kannski er þetta aðeins flóknara en gengur og gerist. Rjómabúið er þó rekið í sérstöku félagi,“ segir Helga.

Þorgrímur var um nokkurra ára skeið formaður Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila, og hefur verið framsækinn í vöruþróun úr mjólkurvörum en hann er menntaður mjólkurfræðingur.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afhendir Þorgrími og Helgu Landbúnaðarverðlaunin á Búnaðarþingi 2023. Mynd/Sigurjón Ragnar

Með 400 þúsund lítra kvóta

Stærð jarðar á Erpsstöðum er um 600 hektarar, þar af 100 hektarar ræktað land. Mjólkandi kýr á Erpsstöðum eru um 70 en nautgripir alls um 210. „Við erum með tæplega 400 þúsund lítra mjólkurkvóta en erum að framleiða allt að 500 þúsund lítra á ári. Við byggðum nýtt fjós árið 2008, þar sem gert var ráð fyrir mjólkurvinnslunni og móttöku ferðamanna. En vorum með lítinn kvóta til að byrja með og nýttum því húsin ekki að fullu. Lengi vel vorum við með um 300 þúsund lítra kvóta en í fyrra bættum við 50 þúsund lítrum við,“ útskýrir Helga.

„Við höfum rekið kúabúið og rjómabúið frá byrjun sem tvær einingar; kúabúið er á minni kennitölu en rjómabúið er einkahlutafélag. Þannig að ég leigi rjómabúinu aðstöðuna og sel því mjólkina. Vörusala hefur vaxið jafnt og þétt og vinnuaðstaða og tækjabúnaður orðinn mjög góður. Það er alveg óhætt að segja að það eru mikil tækifæri í slíkri vinnslu með auknum fjölda ferðamanna hér á landinu. Í sjálfu sér hefðum við alveg getað gert meira varðandi ferðamennina og til dæmis á veturna höfum við aðeins opið samkvæmt samkomulagi. En þetta landsvæði er líka að verða vinsælla hjá ferðafólki,“ heldur Helga áfram. 

Gætu haldið áfram með rjómabúið

Helga segir að reksturinn á einingunum tveimur hafi aldrei gengið eins vel og einmitt núna. „Við ætluðum ekki að vera svona lengi í búskap, en erum búin að vera í þessu í 27 ár. Okkur finnst orðið tímabært að breyta til, viljum svo gjarnan sjá einhverja taka við boltanum hjá okkur og halda áfram að byggja upp hérna á Erpsstöðum.

Ef einhverjir myndu eingöngu vilja kaupa kúabúið í byrjun, þá gætum við alveg hugsað okkur að halda eitthvað áfram með rjómabúið í einhver ár. Það eru tvö íbúðarhúsnæði hérna og þá gætum við mögulega bara haldið öðru eftir fyrir okkur. Líklegast verðum við hér í sumar og erum farin að gera ráð fyrir því.“

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...