Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Nútímalegt eggjabú á Íslandi þar sem varphænur eru í lausagöngu.
Nútímalegt eggjabú á Íslandi þar sem varphænur eru í lausagöngu.
Fréttir 13. febrúar 2024

Búrhænsnabúskap lokið

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Eftir úttektir Matvælastofnunar hjá eggjabændum í desember er ljóst að búrhænsnabúskapur á Íslandi hefur lagst af.

Frá 1. júlí 2023 hefur eggjabændum verið óheimilt að halda varphænur sínar í búrum. Í eftirlitsferðum Matvælastofnunar í haust kom hins vegar í ljós að varphænur voru enn í búrum á tveimur stöðum. Stofnunin krafðist úrbóta á þessum tveimur stöðum og þegar kröfunum var fylgt eftir í desember varð ljóst að eigendurnir hefðu brugðist við þeim með réttum hætti. Í umfjöllun Matvælastofnunar um þessi tímamót á vef sínum kemur fram að með gildistöku reglugerðar um velferð alifugla árið 2015 hafi eggjabændum verið gefinn sjö ára frestur til að breyta varphúsum sínum með hefðbundnum búrum í varphús með innréttuðum búrum.

„Frestur til að hætta notkun á þeim var tvívegis framlengdur en ákvæðið tók endanlega gildi þann 1. júlí 2023. Á þeim rúmlega átta árum hættu nokkrir eggjabændur framleiðslu í stað þess að breyta húsunum, aðrir breyttu varphúsum í lausagönguhús. Enginn eggjabóndi ákvað að taka í notkun innréttuð búr,“ segir í umfjöllun stofnunarinnar.

Allar varphænur á landinu hafa því í dag möguleika á því að geta krafsað í undirburðinn og sandbaðað sig í lausagönguhúsum, sem hænum er eðlislægt, og hænurnar geta orpið í varpkössum. Auk þess eru nú setprik í öllum búum í hæfilegri hæð frá jörðu þar sem hænurnar geta hvílt sig í friði.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...