Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Nútímalegt eggjabú á Íslandi þar sem varphænur eru í lausagöngu.
Nútímalegt eggjabú á Íslandi þar sem varphænur eru í lausagöngu.
Fréttir 13. febrúar 2024

Búrhænsnabúskap lokið

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Eftir úttektir Matvælastofnunar hjá eggjabændum í desember er ljóst að búrhænsnabúskapur á Íslandi hefur lagst af.

Frá 1. júlí 2023 hefur eggjabændum verið óheimilt að halda varphænur sínar í búrum. Í eftirlitsferðum Matvælastofnunar í haust kom hins vegar í ljós að varphænur voru enn í búrum á tveimur stöðum. Stofnunin krafðist úrbóta á þessum tveimur stöðum og þegar kröfunum var fylgt eftir í desember varð ljóst að eigendurnir hefðu brugðist við þeim með réttum hætti. Í umfjöllun Matvælastofnunar um þessi tímamót á vef sínum kemur fram að með gildistöku reglugerðar um velferð alifugla árið 2015 hafi eggjabændum verið gefinn sjö ára frestur til að breyta varphúsum sínum með hefðbundnum búrum í varphús með innréttuðum búrum.

„Frestur til að hætta notkun á þeim var tvívegis framlengdur en ákvæðið tók endanlega gildi þann 1. júlí 2023. Á þeim rúmlega átta árum hættu nokkrir eggjabændur framleiðslu í stað þess að breyta húsunum, aðrir breyttu varphúsum í lausagönguhús. Enginn eggjabóndi ákvað að taka í notkun innréttuð búr,“ segir í umfjöllun stofnunarinnar.

Allar varphænur á landinu hafa því í dag möguleika á því að geta krafsað í undirburðinn og sandbaðað sig í lausagönguhúsum, sem hænum er eðlislægt, og hænurnar geta orpið í varpkössum. Auk þess eru nú setprik í öllum búum í hæfilegri hæð frá jörðu þar sem hænurnar geta hvílt sig í friði.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...