Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Árni Braga­son landgræðslustjóri, Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúru­rannsóknastöðvarinnar við Mývatn, Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Árni Braga­son landgræðslustjóri, Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúru­rannsóknastöðvarinnar við Mývatn, Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Mynd / Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Fréttir 3. ágúst 2021

Byggja upp gestastofu í Vatnajökulsþjóðgarði þar sem áður var hótel

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Uppbygging gestastofu Vatna­jökulsþjóðgarðs á Skútustöðum í Mývatnssveit er hafin. Ríkið keypti í upphafi árs fasteignina Hótel Gíg sem þar er og gegndi upphaflega hlutverki barnaskólasveitarinnar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hóf verkefnið formlega en í stað hefðbundinnar skóflustungu tók hann, ásamt forstjórum fjögurra stofnana og sveitarstjóra í Skútustaðahreppi, sér verkfæri í hönd og tóku niður hurðir á því sem áður voru hótelherbergi, en verða í framtíðinni skrifstofurými fyrir stofnanirnar.

Nýjar hjarir á öðrum stað

Hurðunum hafa þegar verið fundnar nýjar hjarir á öðrum stað í Mývatnssveit, í anda hringrásarhagkerfisins að því er fram kemur á vef ráðuneytisins. Að breytingunum loknum mun Gígur hýsa gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit, auk starfsaðstöðu fyrir starfsfólk þjóðgarðsins og þriggja annarra stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins; Umhverfisstofnunar, Landgræðslunnar og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (Ramý).


Allt kapp hefur verið lagt á að nýta innréttingar og innanstokksmuni í húsinu ellegar finna þeim nýjan stað eða nýtt hlutverk annars staðar. Húsið, sem áður hýsti Skútustaðaskóla, stendur á einstökum útsýnisstað við Mývatn og þóttu kaup á því hagstæður kostur fyrir ríkissjóð sem gætu um leið skapað tækifæri í Mývatnssveit. Skútustaðahreppur hefur áform um að nýta hluta af húsnæðinu undir atvinnuskapandi nýsköpun og þekkingarsetur.

Einnig gefst möguleiki á að útbúa þar starfsaðstöðu fyrir opinber störf án staðsetningar, t.d. á vegum annarra stofnana ríkisins, háskóla og rannsóknaraðila.

Starfsstöðvar þjóðgarðsins á sex stöðum

Í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er kveðið á um lögbundin áform ríkisins um að halda úti sex meginstarfsstöðvum þjóðgarðsins sem mynda þjónustunet. Þegar hafa meginstarfsstöðvar í Ásbyrgi, Skaftafelli, á Skriðuklaustri og Hornafirði verið settar á laggirnar og bygging meginstarfsstöðvar á Kirkjubæjarklaustri er hafin. Með uppbyggingu gestastofu í Mývatnssveit er því búið að fullnusta uppbyggingu þessa mikilvæga þjónustunets Vatnajökulsþjóðgarðs.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...