Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kaffipása í steypuvinnu við grunn á starfsmannahúsi Hótels Flateyjar. Talið frá vinstri; Helgi Björgvin Haraldsson, Haraldur Björgvin Helgason, Hallfreður Lárus Helgason og Andri Hjörvar Hofstadter.
Kaffipása í steypuvinnu við grunn á starfsmannahúsi Hótels Flateyjar. Talið frá vinstri; Helgi Björgvin Haraldsson, Haraldur Björgvin Helgason, Hallfreður Lárus Helgason og Andri Hjörvar Hofstadter.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. september 2017

Byggt yfir starfsmenn Hótels Flateyjar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hafin er bygging húsnæðis fyrir starfsmenn í Hótel Flatey sem rekið er í samkomuhúsinu sem áður hýsti pakkhús og loftskeytastöð. 
 
Helgi Haraldsson var ásamt Halli syni sínum og tveim aðstoðarmönnum við að steypa grunn fyrir starfsmannabygginguna þegar blaðamann Bændablaðsins bar að garði. Húsið er talsvert frá meginþorpinu í Flatey en skammt frá bryggjunni. 
 
Helgi býr í Stykkishólmi en á húsið Grænagarð í Flatey ásamt konu sinni, Höllu Dís Hallfreðsdóttur. Segist Helgi dvelja mikið í Flatey. 
 
Í síðustu viku var búið að klára grunninn og segir Helgi að hafist verði handa við að reisa húsið sjálft í haust. Það verður byggt úr timbri eins og flest önnur hús í eyjunni. 
 
Hann sagði að heldur hafi dregið úr komu fólks til Flateyjar í sumar miðað við árið í fyrra. Mikið væri eigi að síður bókað á hótelinu. Þar var fólk mjög ánægt yfir aðsókninni þegar blaðamaður leit þar inn. Þar er einnig boðið upp á fjölbreyttar veitingar í samkomuhúsinu fyrir fólk sem leið á um eyjuna.  
 
Hótel Flatey (rauða húsið) og samkomuhúsið, eða pakkhúsið, í Flatey. Lengst til vinstri er Eyjólfshús sem líka hefur haft nöfnin Oddahús, Tangahús og Pálshús.

4 myndir:

Skylt efni: Flatey | Hótel Flatey

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...