Bylgja salmónellusýkinga rakin til innfluttra smátómata
Alls hafa 75 mann á öllum aldri víða um Svíþjóð greinst með sýkingu af völdum salmónellu sem barst til landsins með innfluttum smátómötum.
Í byrjun september fór að bera á auknum tilfellum á salmónellusýkingum í Svíþjóð og fjölgaði þeim hratt og undir lok mánaðarins voru tilfellin orðin 54 og 16. október síðast liðin hafði þeim fjölgað í 75.
Rannsóknir á sýkingunum hjá Lýðheilsu- og Matvælastofnun Svíþjóðar tengdu uppruna smitsins við neyslu á innfluttum smátómötum sem seldir voru í verslunum í lok ágúst síðast liðinn og að þeir væru upprunnir hjá evrópskum söluaðila.