Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Alls voru ríflega 300 manns viðstaddir verðlaunaveitinguna í Hörpu. Embluverðlaunin voru haldin í samvinnu við Norrænu kokkahreyfinguna sem hélt ársþing sitt á sama tíma í Reykjavík.
Alls voru ríflega 300 manns viðstaddir verðlaunaveitinguna í Hörpu. Embluverðlaunin voru haldin í samvinnu við Norrænu kokkahreyfinguna sem hélt ársþing sitt á sama tíma í Reykjavík.
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 26. júní 2019

Danir, Finnar og Færeyingar sigursælir á Embluverðlaunahátíðinni

Höfundur: smh
Embluverðlaunin, norrænu matar­verðlaunin, voru veitt laugardaginn 1. júní í Hörpu. Tvenn verðlaun hlutu Danir, Finnar og Færeyingar, Svíar ein verðlaun en Íslendingar, Norðmenn og Álandseyingar fóru tómhentir heim í ár. 
 
Veitt voru verðlaun í sjö flokkum  og er hér á opnunni rökstuðningur dómnefnda fyrir tilnefningu þeirra.
 
Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2019: 
» Færeyjar
Grøna Oyggin
 
Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2019:
» Svíþjóð
Bondens Skafferi
 
Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2019:
» Finnland
Ainoa Winery
 
Matarblaðamaður/Miðlun um mat 2019:
» Danmörk
Claus Meyer
 
Matur fyrir marga 2019:
» Danmörk
Anne-Birgitte Agger
 
Mataráfangastaður Norðurlanda 2019:
» Færeyjar
Gimburlombini – Nólsoy
 
Matur fyrir börn 
og ungmenni 2019:
» Finnland
Hävikki-battle - Food waste-battle, Motiva Oy
 
 
Finnsku vínframleiðendurnir í Alnoa Winery fengu Embluverðlaunin fyrir matvælaiðn.
 

Einhver bestu villtu berin vaxa í Finnlandi

Vínframleiðandinn Ainoa Winery heiðrar anda norrænna matarhefða með notkun á staðbundnu hráefni til að skapa eitthvað alveg sérstakt. 
 
Lykillinn að frábæru víni er notkun á frábærum berjum og Finnland býr yfir einhverjum bestu berjum í heimi – einkum þeim sem vaxa villt. 
 
Ef þau eru meðhöndluð rétt má nota þau til að framleiða víntegundir sem eru í heimsklassa og þarf að para með góðum mat. 
 
Vín fyrir norræna eldhúsið
 
Ainoa Winery nýtir sér tómarúmið sem verið hefur í hinu „norræna eldhúsi“ – varðandi víntegundir sem sérstaklega er hugsað með slíkum matreiðslustíl – og framleiðir vín sem hæfa honum fullkomlega. Það gefur svo aftur þeim sem vinna við að para saman mat drykkjarföng alveg nýjan valkost við að setja saman máltíðir sem undirstrika bæði einfaldleika og dýpt sem bragðið úr norðri býður upp á. 
 
Lotta Elina frá Finnlandi hreppti verðlaun fyrir það að stuðla að minni matarsóun hjá börnum.

Nemendum kennt að nýta matarafganga

Baráttan við matarsóun er algengt viðfangsefni í finnskum skólum, þar sem níundu bekkingar grunnskólanna læra hvernig eigi að nýta matarafganga – auk þess að fræðast um vandamálið og hvernig meta eigi mat að verðleikum. 
 
Haustið 2018 tóku 100 skólar um allt Finnland þátt í þessari baráttu og náði til meira en 6.600 skólabarna. Verkefnið náði hámarki með Instagram-keppni, þar sem nemendur gátu birt myndir af því hvernig þeir nýttu matarafgangana til matreiðslu undir merkinu #hävikkibattle2018. 
 
 
Svíarnir í Bondens skafferi voru sáttir með frumkvöðlaverðlaunin. 
 

Veitingamenn sækja í Matarbúr bóndans

Sænska fyrirtækið Bondens Skafferi (Matarbúr bóndans) virkar eins og tengill bænda og frumframleiðenda við mat­reiðslumenn og verslanir – og auðveldar samskipti og flutninga þar á milli. 
Þeirra frumkvöðlastarf helgast af því að taka við pöntunum á vörum og afgreiða þær beint til kaupenda.
 
Sænska eldhúsið alveg sérstakt
 
Staðbundnar afurðir eru sérstakar að því leyti að það er vitað hvar þær eru framleiddar og hverjir standa á bak við þær. 
 
Matreiðslumenn og veitingastaðir mynda tengsl við uppruna afurðanna, um leið og það skapast hefðir fyrir að nýta svæðisbundnar  matarafurðir. 
 
Matarbúr bóndans styrkir þessi tengsl og stuðlar um leið að því að gera „sænska eldhúsið“ að einhverju alveg sérstöku. 
 
Danirnir voru kátir með Embluverðlaunin sín, en þeir héldu heim með tvenn slík í farteskinu. 
 

Átti þátt í mótun hins „nýnorræna stíls“

Claus Meyer er einn kunnasti matreiðslumaður Danmerkur og ötull talsmaður fyrir danskar matarhefðir í þrjá áratugi. Hann er einn af hugmyndasmiðum stefnuyfirlýsingarinnar fyrir hið „nýnorræna eldhús“, sem höfðaði til margra af fremstu matreiðslumönnum Norðurlanda. 
 
Stefnuyfirlýsingin fólst meðal annars í því að helga sig notkun á staðbundnu hráefni og afurðum í matreiðslunni – þar sem hugmyndafræðin  grundvallaðist á sjálfbærni, varðveislu á líffræðilegum fjölbreytileika. Stefnt var að því að búa til alveg nýja nálgun á matreiðslu sem myndi lýsa upp heim matargerðarlistarinnar með ábyrgri matreiðslu sem leiddi af sér ljúffengan mat með ákveðin sérkenni – og yrði meðal markverðustu matargerðarstíla í heiminum. 
 
Claus Meyer stofnaði hinn kunna veitingastað Noma í Kaupmannahöfn ásamt matreiðslumeistaranum René Redzepi. 

Anne-Birgitte Agger frá Danmörku.
 

Lífrænt vottaður matur í skólamötuneytum

Anne-Birgitte Agger hefur verið hreyfiaflið í Danmörku í því að bæta gæði þess matar sem borinn er á borð í stofnunum og skólamötuneytum á vegum stjórnvalda.  
 
Hún hefur frá 1990 hvatt til þess og komið því til leiðar að stærri hluti þess matar sem er þar í boði er árstíðabundinn, lífrænt vottaður og ferskur. 
 
Lífrænt vottað í 90 tilvika
 
Hún hefur náð þeim árangri að slík mötuneyti nota nú í 90 prósent tilvika lífrænt vottað hráefni. 
 

Barbara og Tjódhild frá Færeyjum hlutu Embluverðlaun fyrir Gimburlombini á Nólsoy í Færeyjum. Besti mataráfangastaður Norðurlanda 2019.

Matarupplifanir með heimafólki

Helsta aðdráttarafl færeyska kaffihússins og ferðaþjónustu­nnar „Gimbur­lombini“ (Gimbrar­nar) á eyjunni Nólsoy er skemmti­legt og skrýtið af­greiðslu­fólkið, sem er duglegt að skipuleggja viðburði fyrir ferða­menn þar sem heimafólki er blandað inn í stemninguna.
 
Maturinn sem er í boði á kaffihúsinu er eingöngu gerður úr fáanlegu árstíðabundnu staðbundnu hráefni – og villtu kryddi frá eynni.
 
Gamli og nýi tíminn 
 
Hið látlausa daglega líf íbúa eyjunnar er sett í algerlega nýtt og nútímalegt samhengi, þegar ferðamönnum er til að mynda boðið með í brenninetlu-tínslu sem endar með því að grilluð er brenninetlupitsa fyrir ferðafólkið. 
 
Sjóræningjaferðir fyrir börnin og þjóðsagnagöngur eru líka eftirsóttar af ferðamönnum.
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...