Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kannabis, Danmörk, lækningar
Kannabis, Danmörk, lækningar
Fréttir 31. ágúst 2017

Danskir kannabisbændur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heilbrigðisráðherra Dana hefur samþykkt að danskir bændur sem fá til þess sérstakt leyfi megi rækta kannabis sem nota á í lækningaskyni.

Ráðherrann, Ellen Trane Nørby, sagði þetta í samtali við Ritzau-fréttastofuna fyrr í sumar.

Leyfileg ræktun í lækningaskyni

„Nú er orðið leyfilegt að rækta kannabis sem nota á í lækningaskyni í Danmörku og ég vona að bændur sjái sér hag í ræktuninni. Ég vona einnig að bændur þrói aðferðir sem henti vel til ræktunar á kannabis til lækninga. Lengi hefur verið vitað að kannabis hefur verkjastillandi áhrif og það notað til slíks af sjúklingum sem þjást af krabbameini, heila- og mænusigi eða mænuskaða svo dæmi séu tekin,“ sagði Nørby.

Danska stjórnin samþykkti lög sem taka gildi 1. janúar 2018, sem leyfa sjúklingum að nota, undir eftirliti lækna, kannabisdropa til að lina þjáningar.

Heilbrigðisráðherrann leggur áherslu á að ræktunin muni fara fram undir ströngu eftirliti til að tryggja gæði framleiðslunnar.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...