Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
John Deere er með mjög breiða framleiðslulínu og dráttarvélar af öllum stærðum. Þessi mynd var tekin á sýningu í Hannover 2015.
John Deere er með mjög breiða framleiðslulínu og dráttarvélar af öllum stærðum. Þessi mynd var tekin á sýningu í Hannover 2015.
Mynd / HKr.
Fréttir 17. maí 2017

Dráttarvélarisinn John Deere útnefnir Íslyft sem umboðsaðila á Íslandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Markaðsmiðstöð dráttarvéla­framleiðandans John Deere á svæði 2 í Mannheim í Þýskalandi sendi frá sér yfirlýsingu 30. mars. Þar var því lýst yfir að Íslyft ehf. sé frá og með þeim degi umboðsaðili fyrirtækisins á Íslandi. 
 
Þar segir einnig að Íslyft hafi verið valið úr hópi nokkurra fyrirtækja sem skoðuð voru. Fyrirtækið hafi verið valið vegna góðrar sögu á markaði og reynslu af þjónustu með vörur fyrir landbúnað og til annarra nota. Íslyft muni því annast alla sölu- og varahlutaþjónustu fyrir John Deere á Íslandi. Þá segir að með beintengingu og aðstoð frá John Deere muni Íslyft geta veitt þjónustu í hæsta gæðaflokki til að sinna þörfum núverandi og framtíðar viðskiptavina John Deere á Íslandi. 
 
Íslyft er með aðstöðu í Vesturvör 32 í Kópavogi. Fyrirtækið er m.a. þekkt fyrir sölu gaffallyftara frá Linde og á skotbómulyfturum frá Merlo. Einnig hefur fyrirtækið annast sölu á ýmiss konar rekstrarvörum. Þá hefur Íslyft  annast sölu á Goupil rafbílum  með góðum árangri. 
 
– Nánar um nýja umboðið á bls. 24 í nýjasta tölublaði Bændablaðsins.

Skylt efni: John Deere

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...