Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hólmfríður Geirsdóttir í kirsuberjahúsinu.
Hólmfríður Geirsdóttir í kirsuberjahúsinu.
Mynd / smh
Fréttir 22. júní 2016

Dumbrauð, bústin og safarík kirsuber

Höfundur: smh
Það er alla jafna ekki mikið svigrúm til að njóta íslenskra, dumbrauðra, þrýstinna og safaríkra kirsuberja, hvorki í tíma né rúmi. Kirsuberjatíminn stendur reyndar nú yfir og ræktunarstaðurinn er á Garðyrkjustöðinni Kvistum í Reykholti í Biskups­tungum. Aðeins ein önnur stöð selur kirsuber og það er Engi í Laugarási, en ber eru ekki farin í sölu þaðan.
 
Nokkur falleg og fullþroska gómsæt brómber fundust.
 
Hjónin Hólmfríður Geirsdóttir garðyrkjufræðingur og Steinar Á. Jensen rafvélavirki reka Kvista. Hólmfríður segir að hún sé nú með fjórar berjategundir í ræktun; jarðarber, hindber, kirsuber og brómber. Byrjað hafi verið á jarðarberjaræktuninni, síðan komu hindberin, þá brómberin og loks kirsuberin – en þegar blaðamaður var þar á ferð í lok maí voru brómberin um það bil að berast á markað.  
 
Upphaflega eingöngu skógarplöntustöð
 
Stöðin var reyndar upphaflega skógarplöntustöð þegar hún var stofnuð árið 2000, þar sem eingöngu voru framleiddar skógarplöntur í fjölpottabökkum. Síðan þróaðist framleiðslan yfir í ýmsar tegundir garð- og skógarplantna; ýmist ungplöntur í bökkum eða eldri plöntur í pottum. Þá hefur stöðin séð landshlutabundnu skógræktarverk­efnunum fyrir plöntum; svo sem Suðurlandsskógum, Vesturlands­skógum og Hekluskógum. Hún sérhæfir sig líka í því að þjónusta sumarhúsaeigendur og leiðbeina þeim með val í þeirra lönd. 
 
Hreinleikinn verðmætur
 
Hólmfríður segir að í berjaræktuninni sé ekki notast við nein varnarefni. Þar sé notast við lífrænar varnir eingöngu og það sé ómetanlegt að geta státað af því og hreina vatninu sem sé notað í ræktunina. Hindberjatíminn stendur svo yfir frá maíbyrjun og út ágúst og hvetur Hólmfríður fólk til að njóta ferskra berjanna á meðan hægt er. 

11 myndir:

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...