Framleiðir nú um eina milljón og eitt hundrað þúsund trjáplöntur á ári til skógræktar
Garðyrkjustöðin Kvistar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er öflug í ræktun trjáplantna fyrir skógræktarbændur, félög og einstaklinga. Hólmfríður Geirsdóttir garðyrkjufræðingur, sem á og rekur stöðina ásamt eiginmanni sínum og rafvélavirkja Steinari Á. Jensen, segir að nú sé verið að gefa í.