Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands.
Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands.
Fréttir 8. maí 2018

Eðlilegt að reikna innflutning á kjöti með beini

Höfundur: Vilmundur Hansen

Formaður Bændasamtakanna segir að Evrópusambandið reikni innflutning á kjöti með beini og eðlilegt að gera slíkt hið sama hér. Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna reikniaðferðina.

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði í samtali við Bændablaðið fyrir skömmu að eðlilegt væri að innflutningur á kjöti verði reiknaður sem kjöt með beini en ekki hreint kjöt eins og nú er gert.

„ESB umreiknar beinlaust kjöt yfir í heila skrokka í mörgum tilvikum. Það er eðlilegt og sanngjarnt að nota sömu stuðla hvort sem kjöt er flutt inn eða út úr landinu,“ segir Sindri.

Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna að reikna skuli innflutning á kjöti með beini í framhaldi af tollasamningunum sem tóku gildi 1. maí síðastliðinn. Í bréfi til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins segir að Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýni boðaðar breytingar á úthlutun tollkvóta þar sem lagt er til að innflutningur á kjöti verði reiknaður sem kjöt með beini en ekki hreint kjöt eins og nú er gert.
 

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...