Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands.
Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands.
Fréttir 8. maí 2018

Eðlilegt að reikna innflutning á kjöti með beini

Höfundur: Vilmundur Hansen

Formaður Bændasamtakanna segir að Evrópusambandið reikni innflutning á kjöti með beini og eðlilegt að gera slíkt hið sama hér. Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna reikniaðferðina.

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði í samtali við Bændablaðið fyrir skömmu að eðlilegt væri að innflutningur á kjöti verði reiknaður sem kjöt með beini en ekki hreint kjöt eins og nú er gert.

„ESB umreiknar beinlaust kjöt yfir í heila skrokka í mörgum tilvikum. Það er eðlilegt og sanngjarnt að nota sömu stuðla hvort sem kjöt er flutt inn eða út úr landinu,“ segir Sindri.

Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna að reikna skuli innflutning á kjöti með beini í framhaldi af tollasamningunum sem tóku gildi 1. maí síðastliðinn. Í bréfi til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins segir að Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýni boðaðar breytingar á úthlutun tollkvóta þar sem lagt er til að innflutningur á kjöti verði reiknaður sem kjöt með beini en ekki hreint kjöt eins og nú er gert.
 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...