Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vegna samdráttar á veintingahúsum út af COVID-19 hefur sala dregist mjög saman á nautasteikum frá Írlandi. Með söluherferð á írsku nautakjöti í þrem Evrópulöndum er ætlunin að efla sölu á írskum nautasteikum í verslunum utan mesta grilltíma sumarsins.
Vegna samdráttar á veintingahúsum út af COVID-19 hefur sala dregist mjög saman á nautasteikum frá Írlandi. Með söluherferð á írsku nautakjöti í þrem Evrópulöndum er ætlunin að efla sölu á írskum nautasteikum í verslunum utan mesta grilltíma sumarsins.
Mynd / Bord Bia
Fréttir 19. október 2020

Efnt til söluherferðar á írskum nautasteikum í þrem löndum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samdráttur í ferðamennsku og lokanir veitingastaða valda víðar vanda en á Íslandi vegna COVID-19. Frændur vorir Írar reyna nú að bregðast við miklum samdrætti í sölu á nautasteikum með sölu- og kynningarherferð í Þýskalandi, Ítalíu og á Spáni sem hófst 15. september síðastliðinn. 

Sala til veitingastaða hefur staðið undir þriðjungi af sölu á öllum nautakjötsútflutningi Íra til meginlands Evrópu. Hins vegar hefur sala á írskum steikum til veitingastaða staðið undir um helmingi af söluverðmæti nautakjötsútflutningsins. Steikurnar hafa því verið afar mikilvægar í þessum útflutningi og því hefur spáðum 33% samdrætti á veitingastöðum á þessu ári mikil áhrif á írskan nautakjötsútflutning. 

Herferðin nær til 6.000 verslana 

Það er írska markaðsskrifstofan Bord Bia sem fer fyrir söluherferðinni á írska nautakjötinu í samstarfi við 11 smásölufyrirtæki í Evrópu. Nær það til allt að 6.000 verslana í Þýskalandi, Ítalíu og á Spáni. Ætlunin er að efla sölu á írskum nautasteikum í verslunum utan mesta grilltíma sumarsins. Þó steikur séu aðeins um 13% af nautskrokknum, þá hefur salan á steikunum skilað um 33% af verðmæti hvers nautaskrokks.  

Aikish Forde, viðskiptaþróunarstjóri Bord Bia, segir í samtali á vefsíðu AgriLand, að reynt sé að vinna með viðskiptavinum á Evrópumarkaði við að efla neytendamarkað á írsku nautakjöti. 

Fyrsti áfangi stendur út fyrsta ársfjórðung 2021

„Þetta er aðeins fyrsti áfangi í baráttunni sem mun standa út fyrsta ársfjórðung 2021. Við búumst við að fleiri smásöluaðilar í sölu á nautasteikum gangi í lið með okkur og styrki þannig tengsl okkar við evrópska smásöluverslun.“

Kynningar með fjölbreyttum hætti

Á Ítalíu verður, samhliða söluherferð í verslunum, farið í utanhúss kynningarherferð á 200 strætisvagnaskýlum, á 23 stafrænum auglýsingaskiltum og á 72 rútu- og sporvagnastöðvum á lykilstöðum í Mílanó, Bologna og í Róm. Þá verða einnig virkjaðir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum með áherslu á 12 áhrifaleiðtoga á Instagram. Svipaðri aðferðafræði verður beitt í Þýskalandi. 

Skylt efni: Írland

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...