Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hrefna skorin um borð í Hrafnreyði. Mynd / VH.
Hrefna skorin um borð í Hrafnreyði. Mynd / VH.
Fréttir 26. október 2017

Einungis 17 hrefnum landað á árinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hrefnuveiði í Faxaflóa hefur aldrei verið lélegri en síðastliðið sumar og einungis veiddust 17 af þeim 236 dýrum sem má veiða í ár, eða 7% af kvótanum. Líklegt er að hrefnan hafi fært sig á önnur mið vegna aukins makríls í Flóanum.

Gunnar Bergmann, framkvæmda­stjóri IP útgerðar og IP dreifingar ehf., segir að hrefnuveiði á vertíðinni í sumar hafi verið lítil því aðeins 17 dýr hafi veiðst í heildina. Eins og undanfarin ár mátti veiða 236 dýr og á síðasta ári veiddust 46 hrefnur.

„Vertíðin hófst í byrjun júní og stóð ekki nema til loka júlí, eða tvo mánuði. Veiðitímabilið var því stutt, veðrið leiðinlegt og aðstæður á margan hátt erfiðar hjá okkur og við keyrðum því ekki á veiðarnar af sama krafti og undanfarin ár.“

Einungis veitt fyrir innanlandsmarkað

Gunnar segir að hrefnuveiðar hér við land séu einungis fyrir innanlandsmarkað og hrefnukjöt frá í fyrra hafi klárast í vor og hann gerir ráð fyrir að í ár klárist kjötið í kringum áramótin. Eftir að það klárast munum við flytja inn hrefnukjöt frá Noregi eins og við höfum gert tvisvar áður.

Auk Hrafnreyðar KÓ sem IP útgerð gerir út landaði einn bátur, Rokkari KE, nokkrum hrefnum í sumar hjá IP útgerð.

Dræm veiði við Faxaflóa

Gunnar segir að vegna dræms afla í Faxaflóa hafi Hrafnreyður farið einn róður norður fyrir land og veiddi nokkur dýr í Skagafirði.

„Ástandið í Faxaflóa hefur farið versnandi undafarin ár hvað hrefnuveiðar varðar og botninn sló úr í sumar. Bæði var erfiðar að eiga við hrefnuna í sumar og svo er mun minna af hrefnu í Flóanum núna en fyrir fimm eða tíu árum.“

Aðspurður segist Gunnar telja líklegast að um fæðuskort sé að ræða og að klárlega hafi aukinn makríll áhrif þar á.

„Við fundum greinilega fyrir því þegar makríllinn var að koma hér fyrst að hegðunarmunstur hrefnunnar breyttist. Hún virðist ekki, og við sjáum það á magainnihaldi hennar, ekki ráða við að veiða hann.

Makríllinn ryksugar upp ætið frá hrefnunni

Það eru mikil læti í makrílnum og hann er alltaf á ferðinni og hrefnan nær honum einfaldlega ekki nema að takmörkuðu leyti. Makríllinn er líka eins og ryksuga alls staðar þar sem hann kemur og étur allt sem fyrir er þannig að það er lítið eftir handa hrefnunni.“

Gunnar telur að fæðuskorturinn sé meginástæða þess að hrefnu fari fækkandi í Faxaflóa og að hún er farin að sjást á svæðum austur af Grænlandi þar sem hún hefur ekki sést áður.

Skylt efni: veiðar | hrefna

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...