Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Steinþór Skúlason.
Steinþór Skúlason.
Fréttir 3. ágúst 2017

Ekkert ákveðið um afurðaverð til sauðfjárbænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að stjórn SS hafi ekki tekið ákvörðun um afurðaverð til bænda. Hann segir að eins og staðan sé í dag sé útlagt tap með hverju kílói hjá afurðastöðvunum.

„Eins og staðan er í dag liggur ekkert fyrir um afurðaverð til sauðfjárbænda í haust né heldur hvernig greiðslur verða inntar af hendi og því ekkert um það mál að segja eins og er.“

Leyfi til sameiginlegs útflutnings ekki veitt

„Við eins og aðrir sláturleyfishafar vorum að bíða eftir því hvort veitt yrði heimild til sameiginlegs útflutnings á lambakjöti. Nú liggur fyrir að svo verður ekki. Það er því verkefni hvers og eins sláturleyfishafa að skoða sína stöðu, meta horfur og ákveða með framhaldið eins og fyrri ár.“

150 tonna umframbirgðir

Að sögn Steinþórs á SS um eitt hundrað og fimmtíu tonnum meira af kindakjöti í birgðum en æskilegt er. „Það er hundrað og fimmtíu tonnum meira en við vildum eiga. Hundrað og fimmtíu tonn eru rúmlega eins mánaðar sala en við hefðum gjarna viljað vera sem næst því birgðalaus í upphafi sláturtíðar.“

Tap á slátrun og sölu kindakjöts

Þrátt fyrir að Sláturfélagið sé ekki búið að ákveð afurðaverð til bænda segir Steinþór ljóst að það sé verulegt tap á sauðfjárslátrun og því að selja kindakjöt og því nokkuð ljóst að verð muni lækka til bænda frá því sem það var á síðasta ári.

„Afkoma afurðastöðvanna hvað varðar sauðfjárslátrun er grafalvarleg og engin þeirra að sækjast eftir auknu innleggi því það er einfaldlega útlagt tap með hverju kílói. Það þýðir að bændur komast ekki í ný viðskipti og sláturhúsin eru ekki að sækjast eftir þeim. Eins og staðan er í dag er líka spurning um það hvort einhver fæst til að taka við innlegginu ef sláturhús loka,“ segir Steinþór Skúlason.

 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...